11.7.12

Annað heilsuþorp og pósthús af bestu gerð!




Það er svolítiði fyndið að vera inni í miðju landi og búa á Quayside en það þýðir hafnarbakki. En í Shipley er kanall og það er legukantur við gluggann okkar!






Við fórum og hittum Önnu og Andy í Follifoot sem ég vil kalla Folafót og fórum svo með Önnu í menningarflakk til Harrogate.  Harrogate er afar snyrtileg borg og var full af mannlífi vegna Yorkshire show sem fer þar fram einmitt þessa dagana.  Harrogate á sér svipaða sögu og Bath, þar eru volgar lindir og menn sóttu þangað sér til heilsubótar svo þar voru fallegir garðar, tónleikahallir og veitingahús.
 Og minnismerki um fallna hermenn...
 Götumyndin er afar viktoríönsk og dæmigerð Yorkshire.
 Falleg gotnesk kirkja
 Og svo voru Sigga og Anna á svæðinu!

 Einn þessara fallegu garða!
Þetta er fordyri aðalbaðhússins gamla en það er núna kínverskur veitingastaður!
Mjög flottur segir Anna.

Svo sjást skipulagsslys eins og gamla tónleikahöllin við hlið þeirrar nýju!
En svona er mannseðlið...
 Hér er annað!

Ruth, systir Önnu og maður Ruthar, Hayden, reka kaffihús í Harrogate þar sem ég fékk besta kaffið sem ég hef fengið í ferðinni!
Flott kaffihús!
 
 Þetta eru þeir feðgar Stephen og Andy. Andý rekur pósthúsið í Follifoot, mjólkurbúð, blaðabúð, vínsölu, sjoppu og fleira. Það er greinilegt að viðskiptavinirnir kunna að meta þau hjónin. Stephen er að fara á þriðja ár í sálfræði í Loughborough háskóla en Andy las félagsfræði þar fyrir XXX og eitthvað árum.
 Hér erum við - á leið í bílinn að ferðast með Daníel!

Og hér er þetta yndislega fólk - Stephen, Anna  og Andy! Vinir í raun og alltaf hreinn unaður að hitta þau!
 Hér er kvöldmatur á túni...
 Kaninur!
 Útsýni í Yorkshire!
á morgun er stefnan tekin á York og við ætlum að eyða eftirmiðdeginum þar með Önnu og Andy.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli