13.7.12

afsakið biðina!




Þannig var að á miðvikudagskvöldið vorum við í gistingu þar sem ekki var nettenging! Dagurinn var samt góður! Við pökkuðum í bílinn og fórum frá Shipley til Follifoot - sem meðan ég man þýðir Folafótur að sögn Andy. Frá Follifoot var ekið á eftir Andy yfir til York. Á ýmsu hafði gengið í veðri og meðal annars gerðist það að The Great Yorkshire show var aflýst í fyrsta sinn í sögu þess vegna þess að svæðið var orðið að foraði.


Víða þar sem við fórum sáum við engi og akra sem minntu á stöðuvötn frekar en akra og engi!
 Þegar við komum til York fórum við í dómkirkjuna. Andy keypti miða fyrir tvo fullorðna, stúdent og tvö íslensk gamalmenni sem þýddi að hann fékk miða fyrir okkur sem eldri borgara. Ég var frekar hissa á stúlkan féllist á þetta!
Eftir smá rúnt um kirkjuna fórum við upp í turninn. Þessi mynd er tekin þegarvið vorum hálfnuð upp. Turninn er 60 metra hár.
 Þetta er Jórvíkurskíri. Ég hef alltaf haft skilnning á því að Eiríkur Blóðöx hafi viljað búa hér.
 Þetta er hann Andy og þarna erum við kommin upp.
 Þarna er Stephen þeirra.
Þetta er svipað sjónarhorn og á myndinni sem tekin er hálfa leið að ofan!
 Og meira af Jórvíkuskíri
 Og þetta er hún Anna mín.
Borgin er eins og bútasaumsteppi liðinna alda. Yndisleg!
 Þetta er ofanúr turninum niður á þakið.  Þarna kemur maður út eftir neðri stigann og gengur eftir brúninnni yfir í háturninn.
Stiginn niður - Andy er svona glottandi af því að hann var að láta í ljós það álit að hann teldi hæpið að gangurinn væri nógu stór fyrir mig!
 Þarna er horft upp turninn af þakinu!
 Sigga!
Gólfmynstur í kirkjunni.
Eftir að hafa gengið kirkjugólf og turna var farið á kaffihús og svo rápað. Þaðan var svo ekið til Bishop Wilton en þar var gististaður sem heitir High Belthorp.
Það tók á að finna staðinn, sveitabær at the end of the lane - sem var tveggja mílna löng heimreið. Þar var vel tekið á  móti okkur og við fórum svo á pöbbinn í Bishop Wilton og fengum okkur að borða.
Enskur pöbbamatur er í miklum uppgangi núna. Þetta er að vísu dæmigerður enskur matur þar sem kjöt og grænmeti er vel bakað og steikt en bragðgóður er hann og vel útilátinn.  Hér er Andy við það að gefast upp á Apple crumble í custard sósubaði. Ekki vegna þess að það væri ekki gott. Það var bara takmarkað pláss!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli