6.7.12

Dagur afreka og ánægjulegra endurfunda!

Ég vaknaði snemma í morgun. Svolítið spenntur. Það lá margt fyrir. Sigga spratt framúr og sá til þess að ég fengi nú eitthvað að borða!
Fyrst var að finna bílaleiguna. Ég rölti af stað og það tókst nokkuð vel með aðstoð Garmins vinar míns. Þar tók á móti mér afar vingjarnleg kona og lét mig fá glænýja Vauxhall Corsu og sendi mig af stað heim. Ég var bara brattur og slökkti á garminum á heimleiðinni - sem gekk vel og ég lagði bara pent fyrir framan 7 Oldfield Park og var vel fagnað af Siggu.
Við lestuðum bílinn og ég mátti hlusta á brandara um að ég gæti setið í aftursætinu og ekið en svo rúlluðum við af stað og ég var alveg með þetta á hreinu út á næsta horn.
Þar tóku þau við Sigga og Daníel (röddin í Garmintækinu) og leiddu þau mig áfram af stakri þolinmæði, - þó svo mér finnist Daníel frekar þreytulegur þegar hann segir Recalculating, en það gerir hann ef ég hlýði honum ekki. Ég er að hugsa um að fá Emily í staðinn eða Natalíu (sem að vísu talar spænsku).
Við fundum Kings Arms í Melksham sem er svona eins konar Fawlty towers en mun þægilegra hvað starfsfólk varðar.
Áður en við leituðum að Melksham vissi ég ekkert um þennan bæ. Eftir að hafa labbað um bæinn skil ég það vel. Þetta er svona lítið sveitaþorp, smábær og hér eru greinilega aðalvandamálið hvernig fólk er til höfuðsins því hér eru klippistofur á hverju horni.
Eftir rölt um bæinn og fataskipti var síðan farið út í Beanacre en þar er afar fínt hótel og þar ætlaði  Walker ættin að hittast í tilefni af 90 ára afmæli Sylvíu.
Reyndar var brúðkaupsveisla á staðnum líka en hér kemur brúðurinn í 1961 Bentley með 4,5l mótor sem fer 8 mílur á gallonið sagði bílstjórinn.









Add caption
Hér erum við Sylvía, David og Sigga.









Hér er Nottinghamklíkan












Og hér er þessi yndislegi drengur og mamma hans. Hún er bráðhress og alveg óskaplega skemmtilegt að vera með henni. Hún lýsti m.a. loftárásunum á Coventry og var þar. Það snerti djúpt.

Nú er eins og sagt er í kvæðinu ekki rætt meira um það en mikið ofsalega var gaman að hitta þetta fólk. Ömmu Sylvíu hef ég ekki hitt frá 1981 og hún talaði ítrekað um að hún myndi eftir okkur Gulla eða öllu heldur mig með Gulla á herðunum. Jen systur Davids hef ég ekki hitt frá sama tíma en hún býr í Hong Kong með syni sínum Tim.
Önnu hans Davids hef ég ekki hitt frá 1998 og urðu fagnaðarfundir. Fremstur allra var þó David vinur minn. Við erum ómögulegir í frændrækni en það er alltaf jafngott að hittast!  Óskaplega góður dagur.

1 ummæli:

  1. GSP-ið gæti verið verra http://9gag.com/gag/4702216

    SvaraEyða