Fyrsta stopp var þorpið Lacock, rétt norðan við Melksham og Beanacre. Það var upplifun í lagi.
Þorpið er lifandi minjasafn, þar er búið og því vel við haldið og eins og myndirnar sýna gamalt að upplagi.
Þarna var þessi tilklippti garður!
Og hér stend ég við kaffihús Jóhanns landlausa, sem frægastur er fyrir að ofbjóða þegnum sínum í fjarveru frænda hans, Ríkharðs Ljónshjarta.
Og hér erum við hjá leirkerasmiðju en þar hittum við náunga sem heitir David McDowell, sem var afar skrafhreifinn, eiginlega kjaftagleiður, og upplitið mikið þegar hann heyrði að Sigga væri sögukennari. Hann sagðist sonur manns sem var launsonur Winstons sjálfs Churchill!
Næst var það Malmesbury, fallegur bær í Cottswolds og minningaflóðið streymdi fram.
Það var þessi kirkja. Ekki brúðkaupið sem var að hefjast heldur kirkjan.
Elsti hlutinn er tólftu aldar og þessar dyr eru sko skal ég segja ykkur Normannskar (það sem Frakkar kalla Rómanskar, en Bretar eru jú með pund en ekki evru...)
Og horfandi á þennan vegg minnti mig á fyrirlestra hjá Philip vini mínum Dixon, hágæðamanni í Nottingham háskóla. Eldri hlutinn er hægra megin (þessi Normannski sem Frakkar kalla Rómanskan o.s.frv.) en vinstra hágæða Gotneskur gluggi o.s.frv.
Og hér er götumynd frá Malmesbury.
Þegar lagt var í hann var Daníel sagt að finna leið til Cirencester. Ég veit ekki hvort honum fannst þetta svo ómerkileg beiðni en alla vega enduðum við á löngum ökutúr um sveitir Englands og eiginlega úti í ra******.
Skyndilega brutust út þessi líka litlu læti. Yfir höfðum okkar dönsuðu Rauðu örvarnar, breska flughersins svo Daníel var nú fyrirgefið að sinni.
Cirenchester aftur slegið inn og nú var Daníel ekkert að skafa af því og lóðsaði okkur í miðbæinn. Enn einn sjarmerandi bærinn. Mikið um handverk þar í dag og margs að gæta.
Þetta er langstærsti tilsniðni runninn sem ég hef sér. Hann er í Cirenchester.
Falleg götumynd
Meira svoddan!
og enn meira!
Frá Cirenchester var svo farið í einum rykk til Coventry. Þar tók á mótí okkur snyrtilegt og fínt hótel og borg sem er að gera klárt fyrir OL2012. Síðast þegar ég kom til Coventry var árið 1980 en þá tók ég að mér að ljósmynda Kenilworth castle fyrir Helen vinkonu mína. Stuttu síðar flutti hún til Nýja Sjálands og þegar ég kem hér nú er hún nýflutt aftur til Englands!
Afskapalega skemmtilegur dagur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli