8.7.12

Tilfinningadagur

 
Coventry er afar sérstök borg. Hún á sér gríðarlega sögu og var mikilvæg á miðöldum vegna legu sinnar. Þarna var byggt rómverskt virki og frá því spratt borg á þeirra tíma milli 60 og 400 e.Kr. Miðaldaborgin sem þarna stóð þótti afar merkileg og sáust mikil ummerki hennar í upphafi 20. aldar. Tíminn stóð kyrr sem er hálfskondið því þarna var mikil klukkuframleiðsla og fleira. Í seinni heimsstyrjöldinni var borgin nær lögð í eyði, eins og mamma Davids lýsti, af þýska hernum. Almennt er talið að það hafi verið vegna þess að Þjóðverjar töldu að í Coventry væri safnað saman vopnabirgðum Breta. Önnur saga segir að Hitler hafi viljað hefna fyrir árásir Breta á þýskar borgir, einkum Munchen og hafi valið Coventry vegna þess hversu Bretar voru stoltir af borginni og sögu hennar. Hér og hvar eru gömul hús (sjá mynd að ofan) en það er vissulega tákn fyrir uppbygginguna og mikilmennskubrjálæðið sem stundum grípur um sig að IKEA plaza nánast gnæfir yfir borgina þegar maður horfir yfir.
Þessi gluggi er í nýrri dómkirkju sem byggð var vegna þess að sú gamla fór í loftárásunum. Hann er gríðarlega hár. Nýja kirkjan var vígð um 1960 (held 1962) og er við hlið þeirrar gömlu.













 
 Hér sést altaristaflan











Og krossinn til vinstri er í þaki sem tengir þær saman. En myndin er tekin inni í gömlu kirkjunni. eða þannig.








Hér stend ég við gamla háaltarið en krossinn er úr brunnum þaksperrum og framan við er tafla þar sem á er letruð eins konar sáttabæn.



Klerkurinn sem þjónaði í kirkjunni í stríðinu og raunar til 1958, lét letra á vegginn "Faðir fyrirgef" og í kirkjurústunum er stytta sem Richard Branson gaf, annað eintakið til Coventry og hitt til Hiroshima en hún heitir Reconciliation.






Svo er það sagan um Lady Godiva en nafnið Godiva þýðir góð gjöf!
Sagan hermir að hún hafi verið gift aðalsmanni sem skattpíndi þegna sína, þrátt fyrir bænir frúarinnar. Til að hafa áhrif á hann fór hún á hesti um borgina, nakin en hulin hári sínu. Eins og allir siðsamir menn gerðu á 11. öld þá litu menn undan, allir utan eins drengs sem hét Tom og þannig varð til orðatiltækið Peeping Tom.

 Hérna sést sambland nýrra og gamalla húsa.
 og hér . . .
Að ganga um Coventry var gaman og margt að skoða þó svo hún sé eins og illa skipulagt bútasaumsteppi.














Við héldums vo til Nottingham og renndum í Eaton Grange Drive. Þar fengum við þær sorgarfréttir hjá nágrönnum að Bob vinur okkar Brewster væri látinn, hefði látist 22. janúar. Hann rak ásamt konu sinni Lily búðina á horninu þegar við vorum út 1977-80 og reyndust þau okkur ómetanlega. Það gladdi ekki síst Lilly að litli nýfæddi drengurinn sem við komum með haustið 1979 átti sama afmælisdag og hún. Bob var original eins og maður segir, frábær maður, frábær karakter og frábær vinur.  Blessuð sé minning hans. 
Svo fórum við til Betty í næsta húsi (Cloud house þar sem við bjuggum á þakhæðinni á myndinni) og hún var hress.

Við röltum svo um í miðbænum og fannst okkur sitthvað hafa breyst (á 30 árum). Besta var þó að vitja Lagoona, indverska veitingahúsið sem er engu líkt er enn á sínum stað og maturinn enn jafn góður og kræsilegur!

En sannarlega dagur margbrotinna tilfinninga.
Veðrið?
Í morgun rigndi  en stytti upp þegar við fórum að ráfa um Coventry. Meðan við vorum á leiðinni til Nottingham, helli, mígandi, dembu, eins og sturtað væri úr fötu rigndi.
Svo stytti upp!











Notty, fallega Notty.

 Notty

Notty, alltaf á hún nú stórt rými í hjörtum okkar.

1 ummæli:

  1. Leitt að heyra um Bob. Vona að þið hafið notið verunnar í Nottingham ykkar. Ég skil vel þær tilfinningar sem koma upp við það að ganga um fornar slóðir.

    SvaraEyða