8.7.12

Smásaga

Hér vorum við í Bath, nýbúin að fá bílinn, á leið út úr bænum, föstudagur, hæg umverð, langar raðir, ég í stressi, kem inn á götu og átta mig á því að ég er á vitlausri akgrein.
Staðan þessi. Mín akgrein, löööööng röð.
Akgreinin sem ég þurfti að komast á - Löööööööööööööng röð.
Umferðin hreyfist, ég gef stefnumerki og viti menn - bil myndast milli smábíls og vörubíls. Flott pláss, nokkrar bíllengdir og ég smelli mér í bilið. Heyri öskur, eitthvert flaut. Á varla við mig!
Við næstu ljós treður vörubíllinn sér svo nærri mér að ég held hann vilji fá far.
Hurðin upp á vörubílnum og út kemur eldrjóður tittur, mjög æstur að sjá, öskrar eittthvað um að ég geti verið í röð eins og aðrir og ekki verið að troðast fram fyrir.

En Guð veit að ég var ekki að troðast.
Ég var bara á vitlausri akrein.

Var að hugsa um að segja með rússneskum hreim t.d. Sorry sir. You speak to fast. Can you repeat more slowly?
Eða Sorry sir. I am supposed to kill someone within the next five minutes. Maybe it was you?
Eða - kjafti he****** þitt. Þú ættir að fara Öskjuhlíðina og vita hvernig röðin er þar!

En svo lét ég það vera, vinkaði honum, brosti og rauk af stað því það var komið grænt.

Svona er þetta.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli