Smá sögulexía...
Af þessu má ráða að Spánn varð, var og hefur alltaf verið, einskonar
farvegur verslunar milli Afríku og Evrópu. Á sama tíma streymdu þar um
hugmyndir og þekking, alveg þangað til foringjar hinnar kristnu Evrópu sigruðu
við Tours og gátu þannig hamið þessa heiðni, - svona að mestu leiti. Út frá
tíðaranda þess tíma og samskiptamátun, valdakerfum o.s.frv. var þetta
skiljanlegt en lokaði Evrópu af frá menningu fornaldar og verkþekkingu frá því
á áttundu öld og fram á þá 15. eftir Krist.
Á Spáni varðveittu arabar verkmennngu, menningu og menntun fornaldar
eða Hellenismans. Og þróuðu áfram. Í Alexandríu í Norður Egyptalandi hafði
verið safnað öllum þekktum bókum sem til voru um þúsaldarmótin við árið 0.
Sumar voru fengnar að láni, aðrar keyptar og svo hafði sumum verið stolið eins
og gengur. Þarna var miðstöð þekkingar og má t.d. nefna að við sumar götur
Alexandríu voru fyrirlestrar- og umræðusalir þar sem frægir vísindamenn lögðu
fram rannsóknir sínar til umræðu. Og ef merkilegir menn voru á ferð þá var
fullt út úr dyrum. Á þriðju öld sótti kristni í sig veðriog eftir að hún fékk
viðurkenningu keisaraveldisins á fjórðu öld snérist valdataflið. Eftir því sem
Biblíusögur segja var það mikið sport að sálga kristnum með ýmsum hætti í
hringleikahúsum. Það er fært í stílinn í þeim sögum því þeim sem keisaraveldinu
var illa við var sálgað með einum og öðrum hætti. Kristnir voru þar ekki verr
settir en aðrir óvinir ríkisins. Eftir að kristnir forystumenn og keisaraveldið
náðu saman fóru kristnir forystumenn að berjast gegn öðrum trúarhópum innan
Rómaveldis, sem og þeim sem ekki viðurkenndu frásagnir Biblíunnar. Foringjar
kirstinna manna höfnuðu vísindalegri þekkingu þar sem hún stangaðist gjarnan á
við hugmyndir kristinna manna um eðli og tilurð heimsins. Þetta stóð fram yfir
endurreisn og gerir raunar enn að hluta. Í Alexandríu voru kristnir sakaðir um
að kveikja í fyrrgreindu bókasafni og drepa vísindamenn, m.a. stærðfræðinginn
Hypatíu (sem var kona). Í þessu uppgjöri gerðust báðir aðilar sekir um margt
ljótt. Allavega tóku ýmsir fræðimenn sig til og forðuðu því sem hægt var af
fræðiritunum og flúðu út af kristnum svæðum, sérstaklega á svæði Islam og héldu
áfram starfi sínu þar. Og þessar rannsóknir héldu áfram að þróast utan
landhelgi kristinna manna.
Afrit sumra þessara bóka og annarra voru flutt með islamska
innrásarhernum, af foringjum þeirra, sem reistu bókasöfn utan um þessa
arabísku/hellenísku þekkingu.
Í Cordoba var stærsta bóksafn í Evrópu þar sem finna mátti
bækur sem fjölluðu um sólmiðjukenninguna, ummál jarðar, áhrif etanóls á menn,
brennivídd og stærðfræði sem byggði á, ja, arabíska talnakerfinu sem við notum
enn.
Og þar komst maður í bað sem var engu líkt, innan um
blómagarða, stórfengleg mannvirki, gosbrunna o.fl.
Þangað leituðu norður evrópskir fyrirmenn lækninga, t.d.
tannlækninga o.fl. T.d. var besta lækningaaðferðin í N Evrópu á þessum tíma að
dæla blóði úr fólki þangað til það annað hvort hresstist við eða dó. H‘un var
notuð við hverju sem var og þótti misgóð. Læknar voru t.d. hrifnari en
sjúklingarnir.
Sem sagt Norður Evrópumenn gátu verið glaðir að þeim var
bjargað frá þessum ósköpum. Á sama tíma og prestar sem fylgdu krossförum til
Landsins Helga, voru að uppgötva bölvun svona þekkingar þá var það sama að
gerast á Spáni. Kristnir leiðtogar keyptu heri málaliða (þess vegna araba) til
að auka veg sinn að gáttum himnaríkis.
Kóngar með tannpínu og í baðþörf sáu þarna mannvirki sem þá langaði í
líka. Til að eignast slíkt þurfti einkum tvennt. Þekkingu og peninga. Þekkingin
var fáanleg hjá þessum bókasöfnum og peninga annað hvort áttu menn eða fengu
lánaða t.d. hjá spænsku gyðingunum. Svo nú komu með kóngunum verkfræðngar og
aðrir fræðimenn. Norður evrópsku fræðimennirnr voru í vanda við að skilja þetta
allt saman. Þeir kunnu ekki arabísku og arabarnir ekki latínu að gagni. Svo
þeir fengu spænska gyðinga til að brúa bilið milli arabísku og latínu og þýða
þessar merkilegu bækur. Þess vegna eru arabísk hugtök í fræðunum s.s. algebra
og azimuth. Og þetta sérkennilega talnatákn sem ekki er til í rómverskum tölum
– núllið – fékk nafnið zphero eða ferill utan um mengi sem er tómt.
Það var sosum ekki allt unnið strax því vitaskuld vildu
hinir sannkristnu Evrópuleiðtogar ekki leyfa svona vitleysu og vísindalega
þekkingu. Það var t.d. ratljóst í þeirra huga að jörðin snérist um sólina.
Maður bara sá það á sólríkum degi.
En sem sé einn aðalleikarinn í þessu leikriti frá tímum
Fönikíu til araba, var Andalúsía. Og Andalúsia var líka einna seinust að falla
úr hendi araba. Og þess vegna er Andalúsia eins og vagga endurreisnarinnar eða menningarinnar
því það var ekki síst hér sem endurreisnin hófst. Andalúsía varð líka farvegur
hugmynda sem opnuðust á 12. öld og urðu að sprengingu sem við köllum endurreisn
á 12.-15. öld. Þökk sé fróðleiksfúsum kristnum mönnum, samstarfsfúsum gyðingum
og vísindalega hugsandi aröbum.
Arabar höfðu reist þar mannvirki og borgir sem eru engu
líkar. Spænskur ferðaleiðsögumaður í Alhambrahöllinni sagði þar hafa verið
fráveitukerfi sem var flottara en það sem var í Taj Mahal 150 árum síðar. Taj
Mahal var líka byggt af aröbum reyndar. En setningin bendir til þess að
viðkomandi átti sig ekki á því að kalífaveldið á Spáni var ekki vettvangur
mikilla uppfinninga heldur farvegur þaulreyndra hugmynda, sem m.a. íbúar
Indlands höfðu týnt og íbúar Miðjarðarhafsins líka, en arabar geymdu.
Kannski er best að skýra þetta með því að fara afturábak í
sögunni og byrja á byltingum 18. aldar þar sem margt snérist um manngildið, mannréttindin, frelsið og
jafnréttið, sem við erum ennþá að útfæra. Þær hugsanir áttu uppruna sinn í m.a.
byltingunni dýrðlegu í Bretlandi á 17. öld og inn í þá umræðu blönduðuðst
vangaveltur manna eins og Machiavellis og Erasmusar frá Rotterdam. Þeir voru
m.a. að leggja áherslu á núlífið fremur en lífið eftir dauðann, véfengdu sitthvað
af kenningum kirkjunnar, töluðu um stjórnun (Machiavelli – Furstinn) og
mannréttindi (Erasmus m.a. um réttindi kvenna eða öllu heldur skort á þeim).
Enn aðrir . Þessir straumar og byggingarlist sem frá þeim kom (t.d. hvolfþak
dómkirkjunnar í Flórens) eru gjarnan kenndir við Ítalíu og Niðurlönd. Þar
blómstraði verslun og mikið hugmyndaflæði og þar voru forríkir menn sem voru
tilbúnir til að eyða morðfjár í að byggja sér smáhús á við nútíma blokkir.
Þar sem þeir voru tilbúnir að kaupa listþekkingu og
verkfræði þá streymdu slíkir menn þangað.
Hugmyndirnar sem þeir byggðu á komu héðan og þaðan. Þetta
voru verkfræðihugmyndir sem að stofni til gátu verið ævafornar en Grikkir og
Rómverjar höfðu fullkomnað. Grikkir með byggingum og Rómverjar til dæmis með
aðveitu- og fráveitukerfum fyrir vatn og skólp og fleira. Það voru t.d.
almenningssalerni á aðaltorgum rómerskra borga þar sem menn gátu setið í stórum
sal og rætt heimsmálin meðan þeir voru að embætta, svona eins og menn gerðu (og
gera enn) í heitum pottum.
Þetta voru hugmyndir frá Pýþagórasi, Aristótelesi, Platón og
svo má lengi telja. Þetta voru hugmyndir um eðli heimsins sem höfðu fæðst meðal
Súmera og Babylóníumanna og Egypta og Persa og Gyðinga og Grikkja og svo
videre. Þessum hugmyndum hafði m.a. verið safnað í bókasafn í Alexandríu á
strönd Egyptalands. Alexandría sem slík
var tækniundur byggt á þekkingu. Þegar framrás kristninnar náði þangað þá
höfnuðu leiðtogar þeirra kristnu gjarnan hugmyndum sem stönguðust á við
strangar túlkanir á textum Biblíunnar. Þess vegna forðuðu fræðimenn sér út
fyrir þetta svæði og komu sér fyrir þar sem þeir voru óhultir.
Því hefur jafnan verið haldið fram Evrópubúar hafi kynnst
þessum fræðum við krossferðirnar og hugsa þá flestir um Palestínu eða Landið
helga. En það voru krossferðir líka til að frelsa Andalúsíu.
Og það er hér sem fléttan fer af stað. Norður evrópskir
kóngar og fyrirmenn sem fóru um Spán sáu
þar mannvirki sem þá langaði í líka. Og nú voru góð ráð dýr. Þess ber að geta
að arabísku kalífarnir voru ekki allir stjórnvitringar og þolinmæðin uppmáluð.
Eins og stjórnkerfi og manngildishugsun þess tíma var þá áttu margir þeirra sér
blóðuga sögu. Þeir meira að segja börðust innan fjölskyldna og refsuðu þess
vegna með því að útrýma ættum.
Alhambra höllin og önnur mannvirki vöktu forvitni evrópskra
fyrirmenna. Þeir vildu fá svona líka. Það kunni bara enginn að gera svona. Utan
arabaheimsins. Flottir gosbrunnar, gríðarlega glæsileg og fallega byggð hús og
hallir. Þar með var ekki annað að gera en senda til Cordoba og Granada vandaða
fræðimenn og fá að opna þeim leiðina í bókasöfn eða að fræðimönnum araba. Spánskir gyðingar aðstoðuðu við verkefnið og þekkingin streymdi norður
yfir Pýrenneafjöll, en helst þannig að
Capó de capó kirkjunnar í Róm frétti ekki af þessu. Þannig að á sama tíma og krossfarar stunduðu
fjöldamorð í Palestínu var forn og nýr fræðiheimur að opnast. Og það tók nokkrar aldir að þýða, vinna úr og
melta.
En við sjáum líkingarnar milli hvolflofta einstakra sala
Alhambra og t.d. margra kirkna endurreisnarinnar, s.s. í Flórens og víðar.
Kórinn í kirkjunni er jafnan undir hvolfi, mikilfenglega skreyttu. Þetta lærðu
arkitektar 15. Aldar af aröbum, sem höfðu lært það annars staðar frá. Farðu
t.d. í Panþeon í Róm, sem var byggt sem fjölgyðishús á valdatíma Ágústusar
keisara )27 f.Kr. – 14 e. Kr.). Hvolfþakið þar er byggt á mjög gamalli tækni.
Og þannig varð Andalúsía farvegur hugmyndanna frekar en
sköpunarvettvangur. Þar sannaðist hið fornkveðna að þar sem hugmyndir fá að
renna án afskipta og án tillits til þjóðernis þá gerast þar góðir hlutir.
Innilokun og útilokun leiða ekki af sér sama blómavöxt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli