Ég hef oft verið spurður um það hvers vegna ég fari ekki
oftar til Spánar en ég geri. Svarið hefur verið einfalt. Ég var á Benidorm einu
sinni og það var sosum mjög fínt. Afskaplega margt við að vera og gott að vera
með börn.
Svo fóru við einu sinni úr Katalan Frakklandsmegin upp í
Pyrenneafjöllin. Einnig frábær ferð. Hins vegar kynntist ég ekki Spáni á þessum
ferðum.
Um Spán
Spánn er merkilegt land samt. Það er fylkjasamband og þar
búa og hafa alltaf búið margir ólíkir hópar. Ég veit satt að segja ekki hvað
gerir Spán að þjóðríki. Annað en mikið stolt og samstaða. Innan spænsku
landamæranna búa að minnsta kosti tvær „þjóðir“ sem vilja út úr sambandinu. Það
eru Katalónar og Baskar. Svo eru innan landsins, sögulega alla vega, mikil og
margbreytileg hagsmunamál.
Hugtakið Spánn er t.d. ekki eldra en frá síðmiðöldum og
tengist því er spánskur aðall ákvað að taka höndum saman og fella araba og
veldi þeirra. Þetta var valdbarátta sem pakkað var inn í trúarhugmyndafræði.
Stór hluti herja beggja aðila voru málaliðar, töluvert af aröbum og kristnum
beggja vegna. Sigur vannst sama ár og Ferdinand og Ísabella leyfðu Kristófer að fara og finna sjóleiðina
til Asíu. Sem vitaskuld tókst ekki, eins og kunnugt er.
Spánn er í raun búinn til af aldalangri þróun þar sem mestu
máli skipta ýmsir utanaðkomandi aðilar. Föníkumenn settu niður hafnir með
Miðjarðarhafsströndu Spánar, á eftir þeim komu Grikkir og Hellenar. Þeir
settust að í þorpum við ströndina og stunduðu verslun við íbúa landsins.
Íbúarnir sem þeir hittu voru kallaðir Íberíumenn en einnig voru þar Keltar sem
stundum eru líka kallaðir Gallar (t.d. í Asterix bókunum. Hver man þær?). Næsta
holskefla kom frá Rómverjum, sem ólíkt þeim sem á undan fóru, lögðu landið
undir sig og viltu að þeir sem þar bjuggu samsömuðu sig að regluverki Rómverja.
Þegar gyðingum var úthýst úr Ísrael á annarri öld eftir Krist þá settust þeir
m.a á Spáni og voru umsvifamiklir. Svo komu þjóðflutnigaþjóðirnar, Gotar og
fleiri og þar á meðal Vandalar sem settust að í Andalúsiu (Vandalúsiu) og
samsömuðu sig að háttum heimamanna. Þegar Gotar og Vandalar og fleiri gerðu út
af við Vestur rómverska ríkið þá var þar á ferð ribbaldalið sem taldi torfkofa
og tjöld hin bestu hús og migu utan í almenningssalernin í Forum (í Róm),
frekar en í þau. Þeir voru því fegnir þegar kirkjunnar menn sáu sér leik á
borði. Páfinn og samstarfsmenn kenndu þeim svolítið í kristni og latínu, kenndu
þeim rómversk lög og viðlíka og stýrðu svo barbarakóngunum til hlýðni.
Næst komu arabar árið 711 og voru þá að skipta sér af
innanríkisdeilum á Spáni. Slík afskiti enda yfirleitt alltaf í vandræðum.
Framgangur þeirra var hraður og það var árið 718 sem kaþólskir stöðvuðu þá við
Tours (í Frakkalndi) í frægri orrustu. Arabar ákváðu að draga víglínu sína við
Pyrenneafjöll og þar með skiptist t.d. Katalónía í tvennt en hluti hennar,
frægasti hlutinn, er á Spáni en hluti nær yfir fjöllin og til Frakklands. Alltént hefur sagan jafnan litið svo á að þar
með hafi kristni verið borgið og siðmenningu frá trúleysi og ribbaldahætti araba.
Sem er svolítið kúnstugt. En aftur að því síðar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli