23.7.14

Krónan sem bjargvættur?

Við eigum spjaldtölvu hjónin og snjallsíma. Og okkur langaði í svona penna eða prik með mjúkum enda sem má nota á skjáinn til að hann verði ekki útkámaður.
Ég á svona tréprik með gúmmíenda sem kostaði eitt þúsund krónur eða eitthvað meira og frúin á heldur dýrari penna.
Ég fór um daginn í Eymundsson og sá tiltölulega léttan og bráðómerkilegan penna með svona enda  á kr. tæplega þrjú þúsund. Hljóta að vera dýrir þessir endar því sambærilegir pennar án þeirra eru á innan við þúsund kall. Kannski er það kassinn utan um hann.
Fór til Spánar og á ströndinni mátti fá svona svipaða penna. Skrifa ári vel. Og svona líka fínn gúmmí endi. Það munaði um 100% á verði þeirra milli aðila. Verðið var frá einni evru upp í tvær.
Fínir pennar.
En það skal enginn segja mér að þetta verð hérna heima sé eðlilegt.
Eða er þetta enn og einu sinni sama svarið: Það er dýrt að vera Íslendingur?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli