4.6.16

Berlín og skólahald

Við höfum farið víða yfir og séð margskonar skólahald. Ég þarf bara að vinna betur úr því.

Við byrjuðum á að fara út í Humboldt háskólann og hittum fyrir Fabian Gützau sem er doktorsnemi og er að fjalla um aðstæður barna í skólum eftir fjölskyldustöðuþar . Fyrir utan það hversu augljóslega rétt allt var hjá honum, eða nánast og hversu margt var yfirfæranlegt yfir á Ísland þá var líka augljós þessi mikla stéttskipting sem hér er. En það var líka athyglisvert að heyra að þarna er líka umræða um hvar eigi að draga mörkn um það hvað kennarar eigi, megi og eigi ekki að gera.

Við fórum svo um Humboldt svæðið og þaðan í Berlin International School. Þar sáum við mjög skemmtilegan skólastjóra og kennara útskýra hvað þau voru að hugsa. Síðar. Gamalt hús en hlýleg og alúðleg aðkoma. Þessi er einkarekinn en fjármagnaður af ríkinu.

Daginn eftir fór ég í Nelson Mandela international school.  Sá er ríkisrekinn og afar margt að spá efir þá heimsókn.

Loks fórum við að skoða Fuchse Berlin svæðið sem var líka einkar fróðlegt.

Allt í allt þá stóðu þær sig afar vel, Elísabet, Erla, Hrafnhildur, Marion og Rakel og eiga mikinn heiður skilinn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli