4.6.16

Cosmópólísk eða sveitó?

Berlín kom mér verulega á óvart. Á vissan hátt er hún stærri en hún er. Mikið alþjóðleg, glæsileg hverfi og götur. Mörg tungumál heyrast og allt það.  Hún virkar líka svolítið sveitó – jafnvel meira sveitó en cosmópólísk. Það er lítið um fólk frá öðrum löndum eða annarskonar útlitis. Þó má finna slík hverfi vitaskuld.

Hún býr yfir gríðarmikilli sögu en sú saga tengist meir hernaði og slíku. Og sú saga er það sem ég upplifði fyrst. Það eru þessi átök sem hverfðust í kringum þjóðerniskenndina, þessa skrýtnu kenningu sem fær okkur til að halda að við séum merkilegri en við erum og til að líta niður á þjóðir og samfélög sem við vitum ekkert um.

Raunar myndi ég halda að ef Íslendingar væru með her þá værum við stöðugt í sama stríði því okkar þjóerniskennd er ekki síður furðuleg, þó ekki allir skrifi upp á hana.

En svo þegar ég var búinn að fara um borgina og skoða m.a. safnaeyjuna þá fannst mér heilmikið af fallegum byggingum en alltaf voru þessi stríð nærri. Myndir af gyðingum sem hraktir voru úr starfi á tímum nasista, múrinn, ...

En þetta er að koma. Ég er að finna andann sífellt betur og mér finnst bara orðið vænt um þessa borg.

Hins vegar er ég meðvitaður um það hvers vegna ég vildi ekki búa hér. Það eru margir meira spennandi kostir og Þjóðverjar bara kunna sig ekki stundum í samskiptum við annað fólk.


 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli