17.11.17

Brúðkaup í gurudwara

Er í veseni með myndirnar og set inn sérstaka myndasíðu um leið og hægt er.

Nú er runninn upp stóri dagurinn hérna megin hafsins.
Hjónavígsla að hætti Sikha.
Á Vísindavefnum segir m.a.
Sikha-trú er eingyðistrú og skyld bæði hindúatrú og íslam. Sikhar eru um 23 milljónir og langflestir búsettir í Indlandi.
Sikhar leggja mikla áherslu á að allir séu jafnir og hafna því með öllu stéttaskiptingu hindúa. Þar sem ættarnöfn gefa stétt þeirra til kynna eru Sikhar almennt tregir til að nota ættarnafn sitt og nota því yfirleitt Singh eða Kaur sem eftirnafn.
Þeir byggja trú sína á helgum bókum og eru þær ritaðar á Punjabi sem er eitt af opinberum tungumálum Indlands, en þau eru á þriðja tuginn. það eru um 30 milljónir manna sem tala Punjabi sem fyrsta mál skv. Wikipedíu og virkar nokkuð stór hópur. Það búa t.d. um 30 mio manna í Malasíu. En þetta eru eingöngu 3% indversku þjóðarinnar (væru um 10 þús. Íslendingar) en Hindí tala um 400 milljónir eða meira.
Sikhar eru í sögunni gjarnan taldir herskáir sem er m.a. vegna þess að eitt trúartáoknið sem þeir bera er rýtingur eða smá sverð. Eitt aðaltáknið er tvö eineggja sverð utan um tvíeggja sverð og hring. Það byggir á kenningu Sikha sem kallast Deg Tegh Fateh. Tvíeggja sverðið heitir khanda, sverðin tvö kirpan og hringurinn chakkar.
Maður kunnugur Indlandi sagði mér að þeir væru sérlega þægilegt frólk við að eiga og vinna með.

Við skrýddumst mörg hver indverskum fötum og var gaman t.d. að fara í túrbanuppsetningu eða hnýtingu eða hvað skal nú nefna það. Mér var gert að vera með bleikana túrban.
Athöfnin var sérstök. Fyrst kom brúðguminn gangandi að hofinu og foreldrar brúðhjónanna fögnuðu hvorir öðrum og svo var farið í hofið. Það var ákaflega fallegt. Ekki virtist það pirra neinn að fólk væri að taka myndir og eini sem fékk að heyra það var atvinnuljósmyndairnn sem var rekinn frá þeim stað sem hann hafði hreiðrað um sig á.
Ég hef ekki hugmynd eða grænan grun um hvað gekk á. Það voru þrír hljóðfæraleikarar, einn sem las úr textum og stýrði öllu, hjónaefnin gengu einum fjórum sinnum umhverfis altarið, sá sem stýrði sagði á einum punkti nokkur nöfn (Karan, Anna, Linda og nafn aðmírálsins, föður Karans, JS Mann).
Við svo búið fögnuðu allir hver öðrum og farið var úr hofinu og í veislu sem var ekki síðri en sú sem var á þriðjudag, nema ekkert áfengi. Sem sosum enginn saknaði. Það var ekki eins og eitthvað skorti.
Síðan var haldið heim á hótel og fólk gerði það sem því hentaði. Undir kl. 21 safnaðist hópur Önnu Margrétar saman og fólk kvaddist enda voru nokkrir á leið í flug þá þegar um nóttina. Þetta var tilfinningaþrungin stund. Ég ætlaði nú að ávarpa hópinn en aðstæður leyfðu það ekki. En það sem ég ætlaði m.a. að segja var þetta:
I feel so privilegded to be here today. Not only because of this ocasion, and all the love it gives to you with guests from all over the world, many nations, religions, cultures and whatever other words we use to define us from each other. Today we do not think of what seperates us but of what unifies us, joins us together in our love for you two and thus joining this group into a family to support you on the road you are now going to walk together.
I also find it very symbolic that we are here for this occasion. Just as this group is of many origins as mentioned earlier India is a place of culture, going back thousands of year, during which we have seen several cultures and religions live together. I think this is symbolic for the way your life has developed so far, being citizens of the planet rather than a country.
 Now as you know Anna you have a great aunt in Iceland. Not only a great aunt but indeed a great aunt. You know I am talking about my mother Ásta. She sends you a gift if to underline the family you stem from, in Canada and in Iceland. I might add Sweden, Malaysia and India of course but I will stay with Iceand and Canada.  And when I say you I mean Anna and Karan, whom we welcome to our hearts as we join our families together. 

Þetta eru glæsileg hjón og gæfuleg mjög.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli