30.9.09

Andstæður

Íslensk náttúra er skoðunarefni. Andstæðurnar eru sérstæðar.

Þessi foss heitir Hengifoss og er við Lagarfljót (rennur í Lagarfljót). Þangað er nokkur ganga en vel þess virði. Hann er hvorki vatnsmikill né breiður en hann er hár. Og í gegnum árin hefur hann grafið sér leið niður bakkana. Myndina tók annað hvort okkar hjóna sumarið 2006 þegar við vitjuðum Kárahnjúka haustið sem byrjað var að fylla lónið. Þennan fallega dag fórum við vítt og breitt með fljótinu.

Þessi er aftur á móti vatnsmikill og öflugur. Hann heitir Aldeyjarfoss og er í stuðlabergsramma sem Skjálfandafljót fellur um. Jörðin titrar undir fótum manns. Fljótið rennur norður úr um Aðaldal og fellur í Skjállfanda. Það streymir frá landi eyðisanda til gróðursældar Aðaldals.


Þetta er Mýrdalsjökull, hvítur og fagur. Við horfum frá Núpabrekku að Höfðabrekkuheiði. Tindurinn er held ég Jökulshöfuð og öxlin hægra megin er Katla sjálf. Myndin er tekin sumarið 2009 á ægifögrum degri. Það sást endalaust í allar áttir.
Þarna undir jöklinum eru djúpir dalir og falleg gljúfur - og Þakgil.
Þetta er einnig Mýrdalsjökull, skriðjökull hans kenndur við Kötlu. Hann er svartur. Líklega er þar gömul aska í bland við sand sem þarna fýkur frjálslega. Þessi mynd er tekin sumarið 2009.
Sum kort kenna hann við Höfðabrekku en hann rennur frá Kötlu. Myndin er tekin við rætur Össuheiða og áin sem þarna fellur fram er Múlakvísl. Fjallið vinstra megin er líklega Hvolhöfuð.
Það er ekki skrýtið að fjallvegurinn austan Hofsjökuls sé kenndur við sand eða að menn hafi talið sig sprengja hestana að fara yfir. Hvar er gras að fá?
Nú er þarna góður vegur og mörg uppisitöðulón. Myndin var tekin 2006 á leið í Nýjadal með góðum vinum.
Rétt um það leiti sem komið er í Nýjadal birtist Eyrarrósarbreiða. Litirnir gleðja og bíla stoppa og men kíkja í kaffibrúsa og kexpakka. þetta eru falleg blóm. Aðra svona breiðu sáum við víða en m.a. í Laugarbólsdal en þar er þó gróður. Rósin breiðir úr sér um eyrarnar og aurana þar en nærri Nýjadal er hún við lítinn læk. Myndin tekin 2006.

Landmannalaugar eru enn einn staður andstæðna. Þetta eru fjöllin norðan við Jökulgil, gegnt Laugunum. Hæsti tindur heitir Barmus. Myndin er tekin annað hvort 2006 þegar við hjónin fórum eða 2007 þegar við fórum með tengdó.
Þetta er beint á móti og má sjá hraunkantinn sem skýlir svæðinu sem hitar vatnið í Laugunum.
Fjallið er Bláhnjúkar.

1 ummæli: