
Byrjum fimmtudaginn fyrir Verslunarmannahelgi en þá var lagt í ferð austur í Hrífunes í góðu kompaníi Ingu og Einars, Sigrúnar Ellu, Þórhildar, Magnúsar Inga, Siggu og litlu Ingibjargar og Guðmundar og Elísabetar, Helgu og Guðna. Við komumst klakklaust austur og komum okkur fyrir í Pottinum. 

Ég ætla ekkert að hafa mörg orð um pottinn en hann er draumastaður fyrir útihátíðina okkar. Þarna eru spilað golf, kubb, knattspyrna og þess vegna yfir! Enda er þessi hópur ótrúlegur. Við bættust Ásta Sigrún, Kalli og Diddi, auk Hönnum með Martein og Jón, og gleymum ekki Ellu og Garðari
Þarna er lifað og leikið og sungið og slakað á og ferðast.
Þarna er lifað og leikið og sungið og slakað á og ferðast.
Þvílíkur staður!

Á myndinni er horft frá þjóðvegi 1, rétt austan Víkur, á Mýrdalssandi og horft til norðvesturs. Ég held að það sé Öldufell sem glittir í þarna fyrir miðju. Darraðadans sólar og skugga var ótrúlegur og þó myndin sé falleg (Sigga tók hana) þá var þetta stórbrotnara í raun.
Á
fallegum degi má horfa frá Hrífunesi, yfir sandana, eins og augað eygir og þá blasir sá stóri við, stærsti þjóðgarður í heimi! Vatnajökull, tígullegur í fjarska og afar fallegur.

Þá er þarna snotur lækur, lágvaxinn skógur og ótrúlega fallegt gil, fullt af steingerðum tröllum og kynjamyndum
Á föstudeginum var farið í fallegu veðri með þeim sem fyrstir komu, austur á Breiðamerkursand að sýns Siggu G. lónið. það skartaði sínu fegursta, var fullt af ís og það andaði köldu frá þeim gamla í norðangolu. En lónið var eins og spegill, þar syntu selir, sigldu bátar sem einnig eru bílar og þar heyrði maður öll heimsins tungumál. Krían stakk sér eftir síli og jökullinn speglaði sig í lóninu,- þar sem sást í vatn! svona rétt eins og hann væri að laga einhverjar óþægilegar fellingar í skyrtunni sinni eða laga bindið.

Ég set einungis þrjár myndir. Ein sýnir hópinn við einn gíginn, mosagróinn. Það kom mér einmitt á óvart hve gróið landið er þar sem farið er upp með Fjaðrárgljúfrum og upp til fjalla.


Flottar myndir
SvaraEyðaKveðja Sandra
Ég hefði nú getað sagt þér þetta um lakagígana. Fór þangað 1998 að mig minnir... Ótrúlega stórbrotið
SvaraEyðaGunnlaugur sjálfur