Það eru allir fjölmiðlar með hugann við þingsetningu. En frétt dagsins birtist á vef skólans og er svona:
1. október er Flensborgardagur, haldinn í tilefni af því að skólinn var settur í fyrsta sinn þennan dag árið 1882.
Að þessu sinni var kennsla með öðrum hætti en vanalega um stund en svo tók við dagskrá í Hamarssal. Fyrst kom Guðjón Sigurðsson og sagði frá MND sjúkdómnum og MND félaginu. Þá söng kórinn nokkur lög en nýjustu félagar kórsins hafa æft í þrjár vikur! Loks fór fram spurningaleikur mili kennara og nemenda (sem kennarar unnu).
Að þessu loknu var sett vinnuverndarvika, sem stendur frá 2. október til 8. okt. Voru allir settir í vinnu við þau mál en að því búnu var boðinn hádegisverður.
Því næst myndaði hópur nemenda og starfsmanna stórt friðarmerki á Hamrinum og loks var keppnni milli starfsmanna og nemenda í íþróttahúsinu við Strandgötu. (Sem nemendur unnu). Þeir Gunnar Helgason leikari og Gunnar Svavarsson bæjarfulltrúi aðstoðuðu starfsmenn.
Í kvöld var svo svokölluð dragkeppni í Hamarssal sem tókst vel.
Að degi loknum er ekki hægt annanð en að vera ánægður enda virtust þeir sem þátt tóku njóta sín vel. Takk fyrri það!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli