3.10.09

Er að batna?

Í morgun var fallegur dagur, bjartur en kaldur. Undarlega kaldur. Veðrið að undanförnu hefur verið rosalegt. Rok, rigning og tóm leiðindi. Ég fór því lítið á golfvöllinnn og fann illa fyrir því í dag þegar ég lagði af stað á litla völlinn. Ég náði mér á strik og í fyrsta sinn lengi lækkaði forgjöfin (úr 26,5 í 26). Vonandi gefur á morgun og þá ætla ég að fara áður en við förum til Helgu Drafnar afmælisbarns í grjónagraut...
Ég er númer 878 í Keili en um 8500 á landsvísu. Hversu margir ætli séu í Keili? 880? 8800? Skiptir máli!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli