Að undanförnu hafa nokkrir bráðungir menn tekið líf sitt hér í Hafnarfirði. Að auki hafa slys höggvið skörð í samfélagið. Á sama tíma er drungi yfir samfélaginu vegna icesave málsins og annarra hremminga sem við erum læst inn í, kannski ekki síður andlega en efnislega. Umræðan er svolítið föst í þeirri hugsun að aðeins séu tveir kostir og báðir slæmir. Icesave skuldirnar munu drepa okkur ef við segjum já og við verðum útilokuð og einangruð ef við borgum ekki.
Við þurfum að hugsa á nýjan hátt. Við þurfum að átta okkur á því að auður okkar liggur í ungu fólki, ungu afli.
Þennan auð þarf að efla svo þetta fólk velji sér ekki þá leið að taka eigin líf.
Til þess er það of mikilvægt framtíð okkar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli