Það er afskaplega gaman að plægja gegnum gamla vinyla og rifja upp plötur. Ég sat yfir safninu mínu um daginnn og tók bara úr geymslu það sem mér fannst mest um vert. Suma plötuna horfði ég á og reyndi að muna af hverju sú hefði verið keypt!
Þegar Seventh sojourn lá í hendi mér var ekki vafi og hún hefur fengið upprifjun, spegilhrein og rispulaus. Eins og hún var spiluð.
Moody blues voru afar sérstæð hljómsveit. Í henni voru drengir með einbeittann vilja til að komast áfram og þeir eru víst enn að, sumir alla vega. Ræturnar eru í Birmingham þar sem þeir Ray Thomas, John Lodge og Mike Pinder komu saman.Lodge fór annað um tíma en hinir tveir tíndu saman músíkanta til að vinna með. Meðal fyrstu gítarleikara sveitarinnar var Denny Laine sem seinna var einn aðalburðarásinn í Wings. Hann átti verulegan hlut í fyrsta smellinum - Go now - sem Laine átti til að taka með Wings. Þetta lag mun reyndar eina lagið sem þeir hafa komið í fyrsta sæti í Bretlandi.
Seinna tók við þurrkatími en þetta voru árin 1964-7. Þeir þóttu ófrumlegir, sungu blúsa og Merseybí og þegar hallaði á 1966 var sveitin nánast að liðast upp. Denny Laine hvarf á braut og allt virtist búið.
Þá fengu þeir Lodge aftur í hópinn og gítarleikarann Justin Hayward, manninn með mjúku röddina. Eftir nokkurn barning ákváðu þeir að snúa blaðinu við og einbeita sér að frumsömdu efni. Á þessum tíma var sýrurokk vinsælt en þeir tóku það skrefnu lengra og lögðu grunn að ópusasveitum eins og Genesis og fleiri.
Til að bjarga þeim ákvað Decca útgáfan að nota þá til a bjarga nýu merki sem hét Deram og áttu þeir að gera útgáfu af Nýja heims sinfóníu Dvorsaks. Þeir gáfust upp á því en létu stjórnendur Deram fá í staðinn efni í plötu sem átti aið heita Days of future past. Hún var svokölluð Concept plata og þeir sáu hana sem eitt tónverk. Þeir nýttu nýtt hljóðfæri, Mellotron auk gamalla sem voru handleikin af London Festival Orchestra. Þó platan sé eitt tónverk voru tvö lög tekin á smáskífur. Annað þeirra fylgir þeim að eilífu amen en það er Nights in white satin. og hér og hér.
Nú var björninn unninn og frá þeim streymdi hver platan af annarri (In the search of the lost chord 1968; On the threshold of a dream 1969; To our children's children´s children 1969; A question of balance 1970; Every good boy deserves a favour 1971 og loks meistarastykkið meðal frekar keimlíkra platna, Seventh sojourn.
Einkenni sveitarinnar var draumkennt rokk, yfirhlaðið af hljóðfærum (sagt var að þeir hefðu notað 33 gerðir hljóðfæra á seventh...) og draumkenndum textum sem voru svakalega flottir en, eins og segir einhversstaðar, meikuðu ekki sens.
Eftir gríðarlega frjósamt tímabil og miklar tónleikaferðir var gert hlé á framleiðslunni 1974 til 1978.
Þeir komu aftur saman og hafa haldið uppi fornri frægð með flottri spilamennsku, gefið út söku plötu þó Hayward hafi skorað hæst á plötu Jeff Wayne memð laginu Forever autumn.
Svo hafa þeir tínst burtu einn og einn en Hayward er sá sem heldur fánanum á lofti ásamt Lodge og Edge og þeir voru að spila bara í fyrra, 2011. Með tilkomu Norda Mullen á flautu og bakrödd Julie Ragins, aukatrommara o.s.frv. þá tekst þeim að fá góða dóma, áhorfendur og mikla stemmingu þó hallirnar séu minni og meira fyrir hlutunum haft.
Elstu lögin eru farin að nálgast fimmtugt og hvers vegna eru þau þá kölluð dægurflugur?
Gleymum því ekki að sum lög Mozart. Lizt og Strauss voru kölluð dægurflugur og lifa enn. Sem sé meðan fólkið vill hlusta þá eru þeir til í að spila!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli