21.1.12

Spörning um viðhorf

Íslenska landsliðið var ekki í góðu formi í gær og spurning hvernig þeim farnast nú þegar þeir fara áfram í milliriðil gegn Ungverjum, Spánverjum og Frökkum. Kannski hefði verið eins gott að þessi hópur færi heim um helgina fremur en eiga hugsanlega tvo eða þrjá rasskelli eftir. Fyrir mann eins og mig sem alltaf er pollrólegur á hliðarlínunni (engar athugasemdir við þetta takk) þá finnst mér þjálfarar stundum læsast inni með leikmenn í svona leik. Ekkert gengur, mistök á mistök ofan. Hví ekki að leyfa Ólunum, Oddi og fleirum að koma inn á og spreyta sig? Á tímabili gat þetta ekki versnað. Kári stóð sig ekki lakar en Róbert o.s.frv.
Norskur þulur sagði dönskum dómurum að fara til h****** og allt varð vitlaust. Eins og það sé eitthvað nýtt að slíkt gerist - að Nojari segi Dana að fara norður og niður. En kannski ekki í beinni. Hann var lítt skárri íslenski þulurinn á Rás 2 í leik Slóvena og okkar manna. Hann talaði um Íslendinga eins og hann væri sjálfur ekki af þeirri sortinni, vildi að markmenn söfnuðu markvörslum en ekki að þeir verðu skot eða markið, og bullaði út og suður af miklum tilfinningahita, réðst gegn einstaklingum í liðinu með hæðni og sleggjudómum og er þá fátt nefnt.
Sá norski baðst afsökunar. Bara svona nefni það...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli