19.2.12

Tvígreiðslur

Eitt af því sem talað var um í tengslum við afnám fjarnáms fyrir grunnskólanemendur var að það nýttist ekki stórum hópi nemenda því mörg þeirra færu í skóla þar sem, skipulagsins vegna, væri einfaldara að taka þessa áfanga aftur. Því greiddi ríkið fyrir þá tvisvar.
Þessi röksemd var svo sterk að hún var tekin gild. Í haust sem leið bað menntamálanefnd alþingis um að það yrði skoðað hvernig endurreisa mætti það að grunnskólanemendur fái að taka framhaldsskólanám en taka fyrir þessar tvígreiðslur.
Nú ætla ég ekki að rekja þetta frekar en settist við og skoðaði fall innan framhaldsskóla, áfanga sem nemandi tekur tvisvar eða oftar.  Eina önn, sem var valin af handahófi, voru 11% allra áfanga þeirra sem skráðir voru í skólann þá önn skráðir sem fall. Af 5245 einkunnum nemendahópsins voru 11% einkunna skráðar sem fall. Tæplega 700 einkunnir.
Ef þessi tala er yfirfærð á allt framhaldsskólakerfið væru þetta stórar tölur. Sumir falla mörgum sinnum í sama áfanga.
Segjum tuttuguþúsund nemendur, og tíu prósent fall. Það jafngildir 2000 ársnemendum sem falla. Hver ársnemandi kostar um 750 þúsund krónur. Þetta eru  eitt þúsund og fimm hundruð milljónir króna. Lækkum það um helming og þá eru 750 milljónir á lausu í skólakerfinu.

Nemendahópurinn sem tvígreitt er fyrir í elítuskólunum er ekki líklegur til að falla oft á ferlinum.

Ég hef á tilfinningunni að betra væri að einbeita sér að verklagi sem drægi úr falli og ýtti undir námsárangur í kerfinu sem heild og að þar væri hægt að hagræða og spara.

Bara segi svona.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli