23.2.12

Vafningar vegna BB?

Heldur hafa Vafningsmál gengið niður að undanförnu.
Ég veit um tvo hópa sem gleðjast. Stuðningsmenn formanns Sjálfstæðisflokksins sem telja að málinu sé lokið og andstæðinga sem vona að flokkurinn þjappi sér um formanninn og fái makleg málagjöld fyrir.
Í mínum huga snýr þetta að því sem ég hef svo oft nefnt - þ.e.. hvenær hagsmunir verða svo miklir að sekt eða sakleysi skiptir engu máli. En það er ekki íslenska hefðin. Meðal fárra sem hafa skilið þetta var varaformaður fyrrgreinds flokks sem var þó ekki sjálf undir smásjá. Stórmannlega gert.

Hins vegar vefst þessi vafningur fyrir mér - ekki síst eftir Kastljós.
Sko.
Ef ég skil rétt þá skrifaði lögmaður undir pappíra þar sem dagsetningu var hagrætt til að svo liti út að undirritun hefði farið fyrr fram en hún gerði.
Þetta gerði hann að beiðni sameigenda sinna og tilgangur að reyna að bjarga rekstri fyrirtækis sem vonlaust var að bjarga.
Og samkvæmt því sem skrifað er auk þess sem hann segir þá á annað tveggja við:
a. Pappírarnir voru falsaðir og hann vissi hvorki um fléttuna eða  fölsunina. Hann var því saklaust peð í málinu eða jafnvel viljalaust verkfæri í höndum samstarfsmanna sinna.
b. Pappírarnir voru falsaðir og hann vissi um fléttuna og fölsunina. Hann tók þar með fullan þátt í verknaðinum.

Hvorn viljum við hafa í forystu þjóðarinnar? a eða b?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli