31.3.12

Nýtt Ísland.


Ef svo fer fram sem horfir þá fáum við forseta sem er sjötugur á árinu, þingmannahóp sem er svo mikilvægur og reyndur af því hann sat og tók ekki eftir hruninu eða hina sem eru búnir að vinna svo mikið í að bjarga okkur  að við erum líklega ekki lengur með andlitið í drullunni heldur sokkin upp að vörum, svo ekki sé talað um sama hagsmunakerfið í sjávarútvegi, landbúnaði, jafn ósvífið bankakerfi og var eða sem sé alla á sínum stað.
Mikið hlakka ég til.
Við mig var sagt um daginn að vandi íslensku þjóðarinnar væri sá að við sætum föst í hringrás sorgar en kæmumst ekki áfram.
Sorgarferlinu er á einfaldan hátt lýst þannig að menn verði fyrst fyrir áfalli, taki svo út reiði vegna áfallsins, úr reiðinni eða sjokkinu yfir í að syrgja, rifja upp, vinna úr og loks í að sættast við aðstæður sínar og geta þannig haldið áfram.
Viðmælandi minn sagði að áfall hefði dunið á haustið 2008 og stuttu síðar braust út reiðin. En þegar við hefðum átt að vera á leið í sáttina þá dynur á nýtt áfall. Icesave 1 – fellt, 2, fellt, rannsóknarskýrsla alþingis, stjórnlagaþingið (ráðið), lífeyrissjóðirnir og það eina sem maður hugsar er We didn‘t start the fire...
Svo taka við ruglið í þinginu, hamslaus áróður (allavega þessa stundina) um Evrópusambandið, kvótakerfið, og svo videre.
Þeir sem leiða þingið eru tvílráðir, tvístígandi, og hvert dellumálið rekur annað.
Hvers vegna ekki að gefa þessari Evrópusambandsumsókn sinn tíma og klára málið? Svo greiða atkvæði? Af hverju er allt vitlaust þar sem menn rífast um hluti sem þeir vita ekki hvernig verða? Og ef ES er svona mikið fantaveldi af hverju eru þá komnar 25 þóðir/ríki í það? Og vilja vera þar?
Það er reyndar alveg dæmalaust að við rífumst út í eitt um hluti sem við vitum ekkert um en reynum ekki að komast í gegnum það sem er á borðinu.
Í MBL í gær er vitnað í breskan þingmann sem notar Ísland sem dæmi um gæði þess að vera utan ES. Hvers vegna vilja menn eins og Davíð Oddsson reiða sig á slíka menn? Hafa Bretar sýnt okkur það hingað til að við eigum að treysta þeim? Man hann ekki eftir Brown darling, afsakið Brown og Darling og enskunni hans Árna M:?
Hversu mikils stuðnings má vænta frá Bretum?
Eins mikils og gróðans sem þeir vænta.
Ef Bretar væru leikmaður í knattspyrnuliði væri viðbúið að þeir þyrftu sér leikmannabúning. En það er kannski svolítið eins og við.
Það er gott að kunna að velja sér vini.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli