24.10.15

Doktorsvörn Gunnlaugs Magnússonar


Í gær, 23.10.2015, fór fram doktorsvörn Gunnlaugs Magnússonar, við MälardalensHögskola í Eskilstuna í Svíþjóð.

Ritgerðin heitir Traditions and Challenges. Special Support in Swedish Independent Compulsory Schools. Dómnefndina skipuðu professor em Jeremias Aulin Rosenqvist, Malmö högskola, docent Girma Berhanu, Göteborgs universitet og professor Margareta Sandström, MDH. Professor Alan Dyson, University of Manchester, var andmælandi. Ritgerðina má finna hér.

Var það mál manna að vörnin hafi verið sérleg glæsileg. Alan Dyson tók saman yfirlit og hóf síðan spjall við Gunnlaug sem stóð á þriðja klukkutíma. Fór ekki fram hjá neinum að þarna var ekki yfirheyrsla eða formlegar spurningar heldur miklu frekar samtal um málefni sem snertu ritgerðina. Hafði Dyson á orði að honum hefði fundist hvort tveggja í senn, ritgerðin „beautifully written“ og samræðan við Gunnlaug afar ánægjuleg.

Hér má lesa fréttatilkynningu frá MDH um vörnina á sænsku og á ensku.

Það verður að segjast eins og er, eins og ég segi stundum, af fulkomnu hlutleysi, að þessi stund var sérlega hátíðleg, drengurinn alveg sérlega flottur í vörn sinni. Hann lýsti þessari reynslu sem great fun og Dyson sagði að þetta hefði verið frábær frammistaða.
Vel gert Gulli minn! Þú ert sérlega vel að þessum verðleikum kominn! Við sem í kringum þig stöndum erum stolt af þér, hreykin og afskaplega meyr alla vega sum okkar. Þú ert glæsilegur doktor í menntunarfræðum og maður sem heimurinn ætti að hlusta á.
Pabbi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli