11.11.17

Ævintýri að hefjast?

Nú er kalt í Brussel. Það voru þó hlýjar hendur og kær vangi sem tók á móti mér á Luxemborg stöðinni í Brussel (ég var ekki að villast). Ásta Sigrún þurfti að ljúka ýmsu og gerði það svo ESA fúnkeraði almennilega meðan við verðum í burtu.
Ég fór og slæptist í bænum. Er bara nokkuð flinkur að rata!
Hitti fullt af samstarfsfólki ÁSM, þar á meðal eina sem trúði ekki að ég væri orðinn sextugur. Þarf að senda henni jólakort.
Svo fórum við á Washington götu og chilluðum, auk þess að pakka niður þessari fallegu íbúð hennar því það var von á málurum.
Kíktum a kóreskan stað í grenndinni svo var vindur úr mér.

Föstudagur fór í að klára að gera klárt fyrir málarann og svo bíða eftir að komast af stað. Um kl. 11,20 var mættur einn Uber og allt gekk vel þar til hraðbrautin birtist og breyttist í ofurhægbraut eða viðlíka, við vorum nú komin alveg um 12.15... og tékkuðum okkur inn hjá ofurkurteisri konu sem minnti mig á að handfarangurstaskan væri ívið  of þung. En, sagðið hún, Manstþabaranæst. (að vísu ekki á íslensku). Flugið með Emirates til fyrirmyndar til Dubai. Flugvöllurinn þar ógnarbákn og búðir og rangalar. Flugtak til Delhi kl. 0400.
Þetta flug var verra en betra en hjá sumum.
Þegar vélin lækkaði flugið inn til Delhi sást vel þokan sem liggur yfir borginni en eiturmagn hennar hefur þó minnkað.
Dubai
Það tekur óratíma að afgreiða þá sem eru með forskráð landvistarleyfi. Við lentum kl. 08.38 og vorum komin í töskurnar um kl. 1030.
Það var ágætur bístjóri sem beið okkar og ók okkur inn á hótel.
og hefst nú ævintýrið!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli