4.7.18

Nokkur atrriði um Ravenna

Ravenna er satt að segja svolítið sveitó en þó gríðarlega sögurík borg. Túrisminn á langt í land þar og sést það m.a. á því að fólk lokar búðum og veitingahúsum yfir hádaginn. Tekur sér síesta.
Eins og lesa má í pistlunum þá vorum við bæði gagntekin af þessari litlu samt stóru borg. Enn ein útgáfan af Ítalíu. Manni mætti meira og minna alúðlegt fólk, tempóið notalegt og engar ferðamannabiðraðir. Sérstakt miðað við það sem þarna má sjá.
Hótelið var frábært að öllu leiti, kannski síst morgunmaturinn en annars snyrtilegt, hlýlegt og alúðlegt.
Héraðsvínin eru frábær. Algengust eru Sangiovese rauðvínin, höfug, bragðmikil og afar góður fylginautur með mat.
Ég mæli með Ravenna, fyrir þá sem leita að ferðamannastað án túrista og fyrir þá sem hafa áhuga á sögu, húsagerð, listum og góðum sögum. Um leið og þeir varðveita söguna þá hafa þeir húmor fyrir ýmsu.
En ég mæli líka með henni fyrir þá sem einfaldlegal vilja fá smá bragð af svolítið gamaldags Ítalíu.
Þessari yndislegu.
Ég meina það!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli