4.7.18

Ravenna áfram (2. og 3. júlí)

Það er nú svo fyndið að herbergið okkar er ekki með númer. Það eru á því tvö merkispjöld, annað merkt Suite eða svíta á góðri gullaldar íslensku.
Á hinu spjaldinu stendur San Apolloniare, en sá náungi er kannski aðalhetja þessara pistla.
Þannig er að í gær, mánudag, ætluðum við að fara og skoða kirkjuna sem leigubílstjórinn nefndi og við tókum sem Santa Paulina, sem var dýrlíngur sem við höfðum aldrei heyrt um. Ég á að vísu stórfrænku sem heitir Pálína og er stundum svolítill dýrlingur en aðrar Pálínur eru aðallega þekktar úr sönglögum um heldur furðulega kellingu.
Svo áttuðum við okkur á að verið var að tala um San Appolloniare sem var fyrstur biskup kristinna manna hér í Ravenna. Og við hann eru tvær kirkjur kenndar, auk þess sem honum bregður fyrir í fleiri kirkjum.
Sú fyrri og eldri stendur í þorpi sem heitir Classis og er tíu kílómetra utan borgarinnar. Við þangað í strætó númer fjögur og var það fróðleg ferð og skemmtilegt að fara með alþýðunni í svona ferð.
Eftir nokkrar stoppistöðvar sást til kirkunnar. Hún er að hluta til frá sjöttu öld eftir Krist en aðrir hlutar eru yngri. Það var biskupinn Ursinco sem seti verkefnið í gang en annar sem vígði kirkjuna, Maximian (árið 549) og hafði fyrst tryggt að mynd af honum sjálfum væri á góðum stað í kirkjunni...
Classis var svona einskonar varnarhöfn upphaflega og stýrði vörnum Rómvera á Adríahafi. Þegar þarna kom við sögu hafði vörnunum hrakað á sjöttu öld. En þegar Apollonaríus kom á svæðið hóf hann starf sitt í Classis og er raunar talinn jarðaður þar.

 Kirkjan er risastór í dag en hvelfingin yfir altarinu er það sem maður vill sjá. Hún er ekki eins margbrotin og San Vitale.
Hér er Kristur upphafinn til himna og svo fylgja með ýmsar myndir og tákn.
 Þetta er held ég Móses.
 Og hér er Apoloníus sjálfur.
 Það er ekki mikið um auðafleti og allir möguleikar nýttir til að setja fram mynstur eða myndir.
 Tveir af spámönnum Gamla testamentisins.

 Og guðspjallamennirir eru þarna líka.




Það var vel þess virði að taka þennan túr.
Dagurinn fór svolítið í þetta og að auki var plampað um bæinn og svo var plampað svolítið meir.
Classis er að vísu í dag útí ras... afsakið - frekar afskekt á ítalska vísu. Og þegar leið á sjöttu öld þá áttu Classis borgarar sífellt erfiðara með að verjast og verja kirkjuna sem var rænd aftur og aftur.
Nú voru góð ráð dýr.
Þó svo Appolonaris hafi fengið biskupsdóm sinn í Classis þá var hann lengst af í Ravenna. Seinna höfðu biskupar sama aðsetur þ.e. Ravenna. Biskupinn sem áður bjó í Classis og var nú fluttur til Ravenna var fljótur að ákveða sig. Flytja kirkjuna til Ravenna.
Halló. Það eru lok sjöttu aldar. Hvernig á að flytja svona kirkju?
Biskupinn skýrði mál sitt.
Við byggjum nýja. Og köllum hana S. Apollonaris Nuevo.
Og hér er eitt óvanalegt. Hér eru það kirkjuveggirnir - eiginlega ofan við súlurnar sem eru skreyttir með þessari fallegu list.

  
 Hér er hnugginn Kristur leiddur fyrir Heródes. Slík svipbrigði gátu talist umdeild.
Sjáið litbrigðin í þessu!!!




Þetta er bara svo flott!

 Öðru megin kirkjuskipsins eru 20+ karlar sem dóu píslarvættisdauða og voru teknir í helgra manna tölu. Hinum megin voru 22 jómfrúr í sömu erindagjörðum Ævilangur jómfrúrdóur = píslarvættisdauði?


 
QR kóðar miðalda?












Við litum svo við í Skírnarkapellu Aríusar en Aríus var úthrópaður sem trúvillingur vegna hugmynda sinna um guðdóm Krists. Hann átti stuðningsmenn í Ravenna en hugmyndir hans viku fyrir þeim kaþólsku og því var megnið af myndunum fjarlægt - nema hvolfið. Þeir náðu ekki upp í það!
 
 
 



 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli