Það er kólnandi veður á Íslandi en hitnandi í Ástralíu. Skyldi vera samband þar á milli? Þegar mestu frostin voru hér í janúar þá sviðnaði jörð þar niður frá.
Einnig hversu feginn ég er að það er búið að loka þessu Davíðsmáli. Ég er sammála þeim sem telja rétt að skipta um bankastjórn þar en einnig þeim sem halda því fram að ný lög séu nær eingöngu til að vísa þeim á dyr. Þetta er einföld pólítík.
Reyndar finnst mér afar einföld pólítíkin hér. Það hrannast upp skandalar. Það er augljóst að það skiptir ekki máli hver er við stjórnvölinn frá flokkspólítísku sjónarmiði. Það vantar leiðtoga. Vandræðagangurinn á Jóhönnu og Steingrími er vandræðalegur satt að segja.
Ég var við opnun Deiglunnar í Hafnarfirði. Það er vonandi gott framtak og verður til bóta. Það óhugnanlega er hvernig greining á atvinnuleysinu er. Stærsti hópurinn er sá sem er minnst menntaður. Þetta ættu þeir að íhuga sem eru við það að tapa skólaplássum sínum vegna skróps og hyskni.
Og á meðan að allt logar í Vicotríu, flýtur í Queensland! Svona er þetta skrítið!
SvaraEyða