1.3.09

Ég held að það liðið sem skori í þessari framlengingu vinni þennan leik

Þessi ódauðlegu orð ónefnds íþróttafréttamanns er sett hér að ofan því mér líður eiginlega eins og ég sé í einhvers konar pólítískri framlengingu. Og velti því fyrir mér hver sigri þann leik.
Síðustu ár hef ég haft á tilfinningunni að pólítísk umræða hafi verið í kreppu. Undanfarin ár hafa stjórnarandstæðingar kvartað undan því að á Alþingi sé ekki hlustað á þá. Öðru beri við í sveitarstjórnum þar sem meirihluti og minnihluti sýni hvor öðrum meiri virðingu.
Minnihlutmenn á þingi sameinast mismikið í því að demba efasemdum fram og þar sem ég hef innsýn í mál hefur umræðan oft verið einhliða. Andstæðingar gagnrýna og finna allt málum til foráttu,- hversu raunsætt sem það kann að vera. Stjórnarsinnar þjappa sér saman, þegja jafnvel eða svara fáu. Thick as thieves er enskt orðatiltæki sem mér dettur oft í hug.
Sárast fann ég til veturinn 2007 til 2008 en þá var ég vistaður í Menntamálaráðuneytinu. Skemmtilegur vetur með góðu fólki en oft erfiður. Verst lét þegar málin sem ég vann að fóru í þingið sem var 7. desember ef ég man rétt (2007). Þá hófst darraðadans þar sem framan af virtist sem umræðan ætlaði að verða holl. Þegar málin fóru í nefnd fór af stað mikið hagsmunapot sem skoða má á vef þingsins.
Við lokaumræðu í þinginu fór stór hluti stjórnarandstæðinga einfaldlega með bull og fleipur, þar sem sumir rifjuðu upp mál sem voru ekki hluti umræðunnar. Einn stjórnarsinni hélt uppi málefnalegum vörnum en lengst af var hún ekki málefnaleg. Skólafrumvörpin voru mörg og stór. Eitt þeirra var rætt frá pólítískum vinklii vegna þess að stór hagsmunasamtök voru andsnúið þeim en hin flutu í gegn vegna þess að hagsmunasamtökin stóðu að baki þeim.
Umræða? Ekki að ræða það.
Og nú er uppi sama staða. Núverandi minnihluti heldur uppi skothríð efasemda og gagnrýni en meirihlutinn vísar öllu á bug. Mín tilfinning er sú að það versta sem gerist sé að minnihlutinn leggi fram góða tillögu því þá hljóti henni að vera vísað frá.
Varnarkerfi stjórnarsinna einkennist af yfirklóri og því miður virðast vinnubrögðin þokukennd. Nýi seðlabankastjórinn og heimild til að ráða útlending sem embættismann. Vesen með ráðningu stjórnarformanns Kaupþings.
Þetta virðist mér vera þannig að Alþingi sé fast í hefðum og hagsmunapoti og ekki vís leið út úr því.
Skitteríið stendur sem hæst en óvíst að nokkur skori. Því er nú ver...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli