Á morgun, þriðjudag, lýkur Lífshlaupinu. Ekki fyrir alla og vonandi ekki mínu en þessari árlegu keppni ÍSÍ, sem kemur hreyfingu og stemmingu á kennarstofur og vinnustaði. Sem stendur er Flensborg búin að vera í einu af fjórum efstu sætunum og er þegar þetta er ritað í þriðja sæti. Það er kappsmál að vera fyrir ofan Menntamálaráðuneytið og vonandi fór bollukaffið vel í þau i dag - svo vel að þau eru ekki með stress á morgun... sjálfan sprengidag!
Hitt er svo annað að ég var að tala við morgunfagra fröken hinu megin á hnettinum. Það merkilega er að netsambandið er betra við hana þangað en það var til Edinborgar. Hvernig sem það má vera. Hún er langt í burtu en mikið á hún gott að upplifa þessa ferð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli