25.6.09

Góður dagur


Gærdagurinn var ferlega 2007.

Fyrst fór ég í golf í gærmorgun um 0630.

Svo vinna.

Svo veiðitúr með góðvinum mínum Einari og Ingu og Didda og Kalla mínum flotta.

Við Einar áttum æðislegt kvöld við vatnið, lengst af tveir. Meiri háttar.

Það er gott að geta átt svona stundir með fólki sem er manni kært.

Takk fyrir mig.

1 ummæli:

  1. Byrja á því að segja: mér finnst teljarinn AWESOME:) Sjáumst eftir 18;)

    Þessi dagur finnst mér meira 2009 en 2007, ef þú hefðir farið í laxveiði með Bubba Morteins og Gísla Marteini, fengið borgað fyrir það frá Glitni og Landsbankanum og skutlast á þyrlu til að kaupa þér pulsu í Bryndísarsjoppu þá væri þetta 2007.
    Mér finnst 2009 vera tengt fjölskyldunni:)

    SvaraEyða