27.6.09

Hún á afmæli í dag!

Hún á afmæli í dag hún Hildur Saga sem hefur stækkað svo mikið að ég trúi því varla! Þessi fagra rós kom til landsins í gær og tók á móti afa sínum með smá efa í svipnum (svona eitthvað kannast ég við þennan - svip) og setti svo höndina á kinnina á kallinum sem felldi tár.
Svo fór hún á kostum fram á kvöld og vaknaði morgunbjört og fögur á afmælisdaginn.
Er til meiri gæfa en upplifa slíkt?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli