21.6.09

Herr doktor Bling

Ég er að berjast við að byrja doktorsnám á Menntasviði HÍ. Hálfgerður slagur. Fyrst fór mestallur veturinn í að finna leiðbeinanda. Nú er það komið og ég er afar ánægður með Börk Hansen sem mér var fenginn.
Svo setti Börkur mér fyrir tvennt. Annars vegar að gera stuttan inngang og hins vegar að útbúa rannsóknarspurningu. Það eru til inngangur og inngangur a og b og c og d og e og e og loks f. Fyrstu eru svaka flottir og hér að neðan er grein sem heitir Ónýtur inngangur (29/5), sem er held ég inngangur c. Ég var kominn á e þegar útskriftahrinan brast á og ég varð að leggja málið á hilluna í tæpar tvær vikur. Svo settist ég og byrjaði inngang f. Gekk vel og fór að leiðsögn Barkar. Þegar komin voru um ein og hálf blaðsíða af andríku, vel rökstuddu máli áttaði ég mig á því að þetta var ekki efnið.
Ég fór í golf.
Settist aftur og byrjaði inngang g sem fjallar um leiðir til að skoða umræðuna um stúdentsprófið. Hann var flottari og ég fór og hitti Börk. Var stressaður, skýrði mál mitt og lagði spilin á borðið. Eins og Simon Cowell þagði Börkur um stund og féllst svo í meginatriðum á efnið. Mér sýnist þetta vera að mótast rétt.

1 ummæli:

  1. Já sæll!!!
    Ég þurfti nú bara að grafa djúpt í íslensku orðabókinni minni til að skilja þessa frásögn. Mikið óskaplega talarðu kjarngott íslenskt mál! Já, ég hlakka bara mjög til að heyra meira um þetta allt saman og óska þér alls hins besta þangað til!
    Risa knús á þig Maggi og familíuna, frá okkur í New York

    SvaraEyða