30.6.11

Nokkrar goðsögur um framhaldsskóla...

Goðsögur eru alltaf skemmtilegar. Þær eru oftast ósannar en stundum hárréttar. Hér eru nokkrar um framhaldsskóla!
  1. Best er að vera á náttúrufræðibraut...það lokar engum dyrum.
    1. Stærsti hópur nemenda sækir á náttúrufræðibraut svo þetta hlýtur að vera rétt, Mörg þeirra flytja sig hins vegar á leiðinni - svo kannski er það ekki rétt.
    2. Náttúrufræðibrautarstúdentar dreifast víðar um háskólakerfið en nemendur af öðrum brautum skv. gögnum sem HÍ hefur birt.
    3. Nemendur með náttúrufræðibrautarpróf eru með meira en 40 einingar í tungumálum og slatta í félagsgreinum - ef þeir taka allt kjörsviðið undir raungreinar þá er brautin samt einungis að hálfu eða minna raungreinabraut.
    4. Stór hópur nemenda tekur aðrar greinar en raungreinar sem val og hluti kjörsviðs svo þeirra náttúrufræðibrautarpróf er aðeins að hluta raungreinapróf.
    5. Þetta er líklega rétt vegna þess að náttúrufræðibrautarpróf er að svo miklu leiti annað en raungreinapróf.
  2. Góðum nemendum hentar betur bekkjarkerfi
    1. Hvað er góður nemandi? Ef hann er sjálfstæður, dugmikill og fær um að skipuleggja sig þá skiptir kerfið ekki máli. Auk þess má telja að slíkum nemanda farnist ekki illa í áfangakerfi þar sem hann getur skipulagt tíma sinn og farið á sínum hraða. Góður nemandi - það er dugmikill, öflugur námsmaður - er líklegur til að fara í háskóla. Háskólar eru almennt með einhverskonar áfangakerfi. Do the math.
  3. Í bekkjarkerfi er agi sem hentar góðum nemendum vel. Slakari nemendum hentar betur áfangakerfi þar sem þeir geta farið hægar.
    1. Sjá líð 2.
    2. Hvor þarf frekar agastjórn - sá ,,góði" eða sá ,,slaki"?
    3. Í hvaða kerfi sem er er sá agi sem skólinn kýs að hafa. Agi liggur ekki í kerfi heldur fólkinu sem starfar þar.
  4. Slakir nemendur geta farið hægar í áfangakerfi en bekkjarkerfi
    1. Eða með öðrum orðum öflugir nemendur geta farið hraðar í áfangakerfi en bekkjarkerfi.
    2. Nemandi sem vill ekki hanga of lengi í skóla velur sveigjanlegt kerfi.
    3. Eða með öðrum orðum...
  5. 40% reglan í innritun bindur hendur góðra skóla og neyðir þá til að taka inn lakari nemendur.
    1. Rangt. Vinsælustu skólarnir taka frá 20% nemenda úr forgangsskólum og upp í 40% á þessu ári. Það er því auðsætt að reglan bindur ekki hendur þeirra.
  6. Þeir skólar sem góðir nemendur sækja í eru líklegir til að vera góðir skólar.
    1. Hvað er góður skóli? Skóli sem veitir góða þjónustu? Margbrotið námsframboð? Skilar vel búnum nemendum út í samfélagið? Skilar nemendum betur undirbúnum frá sér en þeir voru þegar þeir hófu nám?
    2. Hvað er góður nemandi? Stundvís? Viljugur? Sjálfstæður? Greindur?
    3. Kemur markaðssetning ekki við sögu?
    4. Þessi setning er innantóm þar til þessi hugtök hafa verið skýrð
framhalds að vænta

Engin ummæli:

Skrifa ummæli