2.7.11

sjöundi áratugurinn í tónlist - ágrip

Á flakki um youtube á dögunum rakst ég á nokkra gamla og góða frá sjöunda og áttunda  áratugnum. Kveikjan var Gilbert O'Sullivan sem byrjaði svona og varð svo svona  með diskóinu og er enn svolítið beggja blands.
Sumir finna sér formúlu. Eins og t.d. America gerði eins og sjá má hér...
Þeir voru raunar svo flottir að þeir fengu George Martin til að þróa stíl sem ekki var sá sami og Bítlanna.
Svo eru svona One hit wonders eins og Marmalade en frægasta lag þeirra var svona Weltsmerz í anda Kristjáns fjallaskálds og Jóhanns Sigurjónssonar - sem sé þetta. Enn flottara var þó þetta hér. Svo komu Hollies með bræðralagið og Amen Corner með paradísarlagið og loks Animals með húsasóttina.
Og bara fyrir þá nákvæmu - þetta er nánast öfug röð!
The Animals er ansi flott band með Eric Burdon fremstan og Alan Price á hljómborðið. En þeir voru hins vegar líka uppteknir af því að njóta frægðarinnar og þegar þeir stóðu við dyr heimsfrægðarinnar 1965 hætti Alan Price og The Animals náðu sér aldrei vel eftir það. Eftir þá liggur nokkuð safn af lögum en flest eru ábreiður - en fjári flottar.
Mér finnst gaman að nefna sum þessara hljómeykja því þau eru frekar gleymd.
Marmalade voru aldeilis flottir í tauinu á tíðum og áttu hvert gulllagið af öðru þó fæst standist tímans tönn - nema kannski Rainbow. Þeir byrjuðu sem The Gaylords upp úr 1960 en áttu lykiltíma sinn sitthvoru megin við 1970. Glasgow gæjar eins og Lulu (nema hún er pæja) og voru með melodíur til að dansa við og fá á heilann eins og þessa um Mary  Ann. Þeir ku víst enn vera að...
Ein sú algleymdasta er þó Amen Corner, bandið hans Andy Fairweather Low sem spilar m.a. með Clapton. Amen Corner átti eitt algleymanlegasta lag allra tíma (Paradísarlagið). Þeir eru eitt það albesta sem kemur frá Wales fyrir utan Katrínu Z Jóns. Þeir voru ábyggilega eitt fyrsta fönk/soul bandið breska með gríðarlega flotta uppstillingu og spiluðu flottan blús. Þeir áttu þetta og þetta og þetta og mér finnst þetta ofsalega flott þó það sér frá The Band.
Sem sé nokkrir hálfgleymdir hápunktar, sem enn eru flottir!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli