Snæðum morgunverð með lítilli þýskri primadonnu með krullur eins og Shirley Temple og sáttavilja eins og sumar konur í minni ætt.
Gerum upp og segjum „arrivaderchi“ og erum full vija til að standa við það. Þegar á stöðina er komið heyrast á ítölsku tilkynningar um Cannzellaizioni. Er sunnudagur „giorni festivi“? Þýskukunnáttan hjálpar. Það eru skyndiverkföll og engin lest fyrr en kl. 13.
Klukkan er 10.
Sigga röltir á nærliggjandi kaffihús. „Taxi? In Dossobuono?“ segir viðskiptavinur og tístir. Sigga fær samt númer en við hringjum í vin okkar á Cordichi hótelinu og hann segir mér að hringja eftir tíu mínútur. Hann skuli sjá hvað sé hægt að gera. Billinn kemur, alvanur flugvallarbíll og hann fer hraðbrautina niður í Verona. Bíllinn kostar eins og lestarmiði til Sikileyjar en bílstjórinn er voðalega kurteis. Við fáum miða í lest til Lecce og Bologna er fjórða stopp en Lecce hundrað og eitthvað eða þannig (hér skal tekið fram að lestarmiðinn frá Veróna til Bologna kostaði minna fyrir okkur tvö en leigubíllinn). Að sjálfsögðu er lestin full. Það er sunnudagur.
Við setjum töskurnar upp á grind fyrir ofan okkur og vonum að grindin sé traust.
Þetta er svona gamaldags lest með klefum. Sex sæti í klefa og með okkur er afar kurteis kínversk stelpa sem teiknar og teiknar á blað og er líklega að yrkja ljóð á sínu sérstæða máli og ritmáli. Eða færa dagbók?
Svo er virðuleg kona með (hugsanlega) dóttur og dóttursyni. Þau tala og tala og það er kátt á hjalla.
Stelpa frá Afríku situr í ganginum og miðavörðurinn sem er eitthvað pirraður, enda sunnudagur og hann kannski á leið í burtu frá frábærum fjölskyldumálsverði í kvöld, hellir sér yfir hana, hótar löggunni og hendir henni út í Mantova.
Sigga þrautles miðann okkar og vill ekki fá sömu móttökur en þegar hann kemur til okkar þá hefur útrásin gert honum gott og hann næstum brosir en ekki alveg.
Aumingja stelpan. Jón Thor, lærifaðir minn í kennsluháttum í Flensborg, hefði sagt að maður ætti aldrei að vera vondur við svona fallega konu.
Gangurinn er líka þéttsetinn og Sigga hefur áhyggjur af því að við náum ekki út. Ég hef áhyggjur af því að ná töskunum niður. Það er viskíflaska í annarri!
Af alkunnri forsjálni leggur konan mín til að við leggjum af stað að útganginum með fyrirvara. Ég ríf niður töskuna og segi „Attenzione“ eins og alvanur heimamaður og allir hlægja. Hm...
Ég er fremstur við hurðina þegar lestin stoppar. Næstur mér er maður sem vill frelsa Tíbet (stendur á bolnum) og svo haugur af fólki. Ég bíð þess að dyrnar fari upp og skil ekkert í hávaðanum fyrir aftan mig þangað til ég grein rödd konu minnar um takka sem sé uppi. Ég ýti á hann og allir verða glaðir.
Við náum taxa sem fer með okkur upp í sveit!!!
En það var þess virði. Það eina sem vantar hér er flugvöllur og þá er hér standard á við hótel Sheraton á Stanstead. Voru þetta kannski 390 evrur Sigga en ekki 39 fyrir nóttina?
Svakalega flott sturta a la Kalli og Sara og kaffi á herberginu!
Léleg sjónvarpsmynd en það er hvort eð er allt á ítalíanó og netið þráðlausa auðvelt.
Vá!
Smá síesta og svo sólarolíiubað eða sólarvarnar bað. Sigga er með eitthvað sem hún segir 50 og setur á axlirnar (brenndar). 50 hvað? Við út á stoppistöð, strætó 25 hlunkast með okkur í bæinn og ég búinn að reikna út hvar sé best að fara úr vagninum. Smá vandamál. Ítalskir strætóar eru skrýtnir. Alla vega í Bologna. Ticket in box segir vagnstjórinn og nennir engan veginn að tala við okkur. Sigga fer að gulum kassa sem hangir á stöng en finnur ekkert peningagat, reyndi nú samt að troða evrunni í rifu sem er víst fyrir kort! Bílstjórinn æpir og gólar og eftir smá stund fatta ég að hann er búinn að segja ,,rauður kassi!", á ítölsku, frönsku, þýsku, ensku, hollensku, grísku og guð má vita hvað ekki.
Límingar mannsins að gefa sig og hann virðist ekki geta ekið eða neitt. Viti menn – þarna var rauður kassi sem tók við peningum. Hinn var bara stimplari.
Við áfram um bæinn. Finnum stúdentagarða, kirkjur, gömul hús, tveggja turna torgið, en lítið mannlíf, allt lokað (sunnudagur), eldhús veitingamanna opna um sjö senior. Bologna? „Æi“ segir Sigga. „kíkjum á þetta á morgun.“ Alltaf pósitíf hún Sigga. Ég er á bömmer. Er þetta Bolognia? Þangað sem stúdentar söfnuðust á 12. Öld, keyptu til sín fræðimenn og breyttu akademíum í unversita? Mér finnst hún skítug, útkrotuð og dauð. Sjáum til á morgun. En ég er svangur!
Á sunnudögum eru veitingahús opin um hádegi og sum opna aftur upp úr 19.
SUM!!!Ég er svangur.
Barir eru opnir. Hægt að fá ólífur og flögur.
Ég er svangur!
Svo eru bakarí opin með sætabrauð, kakó, kaffi og vín?
Ég er svangur!!
Kebabstaðir sem selja kjúkling í hamborgarabrauði?
Ég er SVANGUR!!!
Óþekkur krakki öskrar í grennd og ég hugsa mig um. Hvorki ég eða hann fáum úrlausn okkar vanda. Ég öskra ekki en...
ÉG ER SVANGUR!!!
Settlast á Ís og brauðstangir og mat á hótelinu.
Í Bologna eru tvenns konar torg. Gömul og ný.
Torg 20. september (tragedía og mannfórnir)
Fjórði ágúst? (tragedía og mannfórnir)
Við örkum í strætó,og tökum eftir því að á hitamæli á brautarstöðinni stendur 37°C, og kl. er 19:15!!! kannski ekkert skrítið að maður sé ekki í sínu besta formi, sveittur, heitur og svangur. Við borðum á góða og snyrtilega hótelinu og hugsum falleg til borgarinnar í nótt...
Þessi dagur var ekki góður fyrir okkur og Bologna. Hvað segir google? En bíðum til morguns og sjáum hvort hún verður hreinni, minna útkrotuð og hugsanlega lífleg! Við erum líka betri og jákvæðari útsofin (þetta skrifar S);-)
En þegar við hugsum til baka og um það sem á gekk í dag þá verður þessi dagur sjálfsagt einn sá eftirminnilegasti.
Maður verður alveg háður þessu bloggi (og hryllilega öfundsjúkur). Ég vona að Bologna sýni á sér betri hliðina á morgun.
SvaraEyðaKveðja frá sumar Sverige