6.4.12

Chaplin


Veist þú hver Charlie Chaplin var?
Auðvitað veistu það. Lítill, grannvaxinn náungi í lörfum, með ónýtan hatt, alltof stóra skó, ískyggilega útskeifur, yfirskegg og fallegt bros.
En veistu fyrir hvað hann stóð í raun?
Skoðaðu þetta myndskeið úr myndinni The great dictator, eða þetta úr Shoulder arms.
Chaplin var ekki bara grínnagli. Hann var líka boðberi ástar og kærleika, rétt eins og Bítlarnir o.fl. Hann gagnrýndi stjórnvöld harkalega í t.d. The kid, Kapítalismann í Modern times og sukk og óráðsíu auðjöfra t.d. í The Idle Class.
J. Edgar Hoover mun hafa kallað hann fyrir og sakað um anbandarískt athæfi sem og komúnisma.
Chaplin mun hafa svarað því að hann væri sakaður um að vera kommúnisti. Sannleikurinn væri sá að það væri rangt. Hann væri húmanisti. Og hann var friðarsinni, sem var vont fyrir samfélag sem byggði á her og hernaði.
Að lokum flúði hann bandaríska kúgunarkerfið þegar MaCarthy fékk skotleyfi á skynsamlegt fólk.
Raunar er ég þeirrar skoðunar að það að hafa verið ofsóttur af MacCarthy sé vísbending  um að viðkomandi hafi verið öflugur maður.
Það er vel þess virði að kynnast Chaplin og hugmyndaheimihans. Hann var ekki bara grinisti. Miðað við það kapp sem bandarísk stjórnvöld lögðu á að negla hann þá hlýtur hann að hafa haft eitthvað að segja. Og það er rétt.
Mæli með:
The Kid,
Modern times,
The Gold Rush,
Shoulder arms
City lights

Engin ummæli:

Skrifa ummæli