Á dögunum heyrði ég meintan trúarleiðtoga segja eitthvað á við að í Biblíunni fælist reynsla aldanna. Því bæri mönnum að fara eftir því sem þar er sagt.
Líklega gildir það sama um Kóranin, Veda ritin, Hávamál og margt annað.
Málshættir eru í sjálfu sér þekking aldanna og lífsreynsla sem gott er að hlusta á.
T.d. brenndu ekki brýrnar að baki þér. Þig gæti vantað flóttaleið síðar.
Eða ekki vera leiður yfir því sem er lokið. Fagnaðu því að það átti sér stað.
Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn þýðir að heimurinn verður blindur.
Og þessa visku má ítreka og geyma.
Í Hávamálum segir t.d. að maður eigi að vera vinur vina vina sinna en óvinur óvina vina sinna.
Það þýðir ekki að maður eigi að drepa þá heldur að sýna vinum sínum tryggð og vinum þeirra en gæta sín á óvinum - hlusta t.d. ekki á illmælgi um vini sína.
Hávamál tala líka um gestina sem gott er að fá en líka gott að þeir fari áður en þeir hafa verið of lengi.
Hins vegar er eitt og annað í þessum ritum byggt á vanþekkingu eða þröngsýni sem vísindi seinni alda hafa sýnt að eru ekki á rökum reist. Þannig talaði Snorri Sturluson um kringlu jarðar, sem var flöt, en við vitum að hún er hnöttur. Jörðin það er.
Annað er að ef við trúum að jarðverkið allt sé sköpunarverk Guðs þá gildir það um allt. Sama gildir ef það er sköpunarverk náttúrunnar. Þá er ekkert ónáttúrulegt til. Eða hvað?
Þekking aldanna er mmikilvæg, sem og reynsla aldanna. Hún er hins vegar góð þegar um mannleg samskipti er að ræða en verri til að skýra annað. Þekking nútímans hefur bætt mmiklu við.
Kannski er það sem mestu skiptir að varðveita siðferði þessarar reynslu en ekki að byggja á því sem þekkingu. Heimurinn hefur breyst síðustu fimm þúsund árin.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli