9.7.12

Aðallega ferðalag og slúður

Dagurinn byrjaði snemma. Í raun var svefninn órólegur vegna framkvæmda utan við hótelið fram eftir allri nóttu.
Við fórum samt bærilega snemma af stað og fórum í M&S til að finna brækur og fleira því pokinn með óhreina tauinu stækkar óðum. Þegar því var lokið þá var lagt í hann norður til Shipley í vestur Jórvíkurskíri þar sem næsta stopp var.
Aksturinn gekk að mestu vel og alls ekki brösuglega en samt var Daníel (röddin í GPS inu) garmurinn eitthvað þreyttur og pirraður. Ferðin gekk vel framan af en loks vorum við send á M1. Fórum þá leið til Sheffield en þá sendi Daníel okkur út af hraðbrautinni og góðan hring þar til við fórum - aftur á M1!!! en loks til Shipley. Eftir smáævintýri komumst við á hótel.




Þar með var farið frá Shipley til Bingley (allt voða Ley legt hér í sveitinni) en þar er Helen vinkona okkar að koma sér fyrir eftir flutninga frá Nýja Sjálandi. Tíminn líður - hana höfum við ekki hitt frá 1981og það var bara eins og við hefðum setið yfir kaffibolla í síðustu viku.






Hún sýndi okkur þennan skipastiga sem eru fimm þrepa og eru í Bingley.

Þarna eru hún og Sigga. Helen er ný(aftur)gift en maðurinn hennar er grasvallasérfræðingur - eiginlega grassvarða eðlisfræðingur - og var að fá vinnu hér í Englandi.

 Þarna erum við öll, Sigga, ég, Helen og Richard.
Það var margt skrafað en ekki verður sagt frá því!
afskaplega gaman!

1 ummæli: