Við vorum lengi að dragnast af stað í dag en veðrið var alveg frábært. Ég skyldi myndavélina eftir svo megnið af myndunum er úr símanum mínum!
Við ákváðum að fara hægri bakkann á Avon en hvernig ákveður maður það? Er það í þá átt sem árvatnið streymir eða hina?
Það einfaldaði málið að göngustígur er öðru megin en ekki hinu megin!
Þarna uppi á hæðinni er Alexandra Park
Þetta er völundarhús í grasinu í garði niður við ána
Avon áin við Pultey Bridge.
Þarna inni er markaður eins og í Bristol og Durham og líklega víðar.
Þessa vikuna hefur staðið yfir útskrift við háskólann í Bath. Þetta er þriggja daga hátíð og náði hámarki í dag með athöfn í dómkirkjunni. Fólkið þyrptist að, fjölskyldur, feður og mæður, systkini og aðrir fjölskyldumeðlimir. Allir svo glaðir og hamingjusamir og stoltir.
Eins og öll góð akademísk samfélög mátti sjá þarna fólk frá fjölmörgum þjóðum - flott fólk með framtíðina að fótum sér.
Þessi heitir Ben Owen (www.benowen.com) og spilaði flottur á torginu. Við vorum í ísnum og pældum í fólkinu.
Fáninn á kirkjunni blakti ekki í góða veðrinu.
Falleg framhlið kirkjunnar. Þarna er Guð sjálfur efstur en Kristur neðst í glugganum og postularnir á hvora hönd.
Alla vega var þetta góður dagur og afskaplega rólegur.
Það er allt í lagi inn á milli!
Svo varð maður bara ljósmyndari í heimsfréttadeild DV!
Ég ætla að gera þig heimsfrægan á Íslandi.
SvaraEyða