Þegar heim var komið var slakað á í sól og hita sem hefur reyndað ráðið ríkjum að undanförnu, - alla vega Magga til mikillar gleði!
Magnús Þorkelsson er skólameistari Flensborgarskólans og íbúi í Hafnarfirði. Hann er hamingjusamlega giftur þriggja barna faðir og AFI sem er óskaplega merkilegt.
19.7.13
Lífræn ferð?
Í dag er hátíð í The Organic Centre og þar er m.a.
stjörnukokkur á ferð sem okkur langar að hitta. Við erum með leiðbeiningar frá
Silie, - sem okkur grunar reyndar að sé ekki alltaf á sama plani og við hin.
Hún virkar svolítið abstrakt á köflum og við förum eftir leiðsögn hennar, - fyrst um sinn. Eftir fleiri
sveitavegi var ákveðið að fletta upp í kortum og spyrja Garminn. Eftir nokkur
ævintýraþorp og þrönga vegi komumst við á áfangastað og var sagt að leggja á
túni þar sem grasið náði mér upp að hnjám (upp að eyra á Evu!). Ég þakkaði bara
fyrir að Fíestan hafði þetta. Svo runnu bílar þarna og spóluðu á kúadellum, -
kannski hefði mátt láta þær bíta túnræfilinn áður?
Þessi hátíð var flott, Sigga, Þorri og Emma hittu kokkinn,
Neven Macguire, sem færði þeim ungahjónum áritaða bók. Svo var flakkað um og
við Eva skoðuðum leiktækin en mesta ævintýrið var ungagarður og hún hélt á
kanínu, klappaði geit og fékk andlitsmálningu. Amma Sigga lagði til smáblóm á
kinnina en Eva vildi fá tígrisdýr og sat með eindæmum stillt og alvarleg á svip
á meðan á þessu stóð. Hún tilkynnti hvaða liti hún vildi og valdi m.a. milli
tveggja blárra lita. Og afraksturinn varð líka fínn!
Þegar lagt var af stað heim á leið átti að staldra við og
borða. Það gekk ekki andskotalaust fyrir sig. Fyrst vorum við dregin um enn
meiri sveitavegi en áður en ég tók völdin af Garminum og fann góðan veg. Í
Manorhamilton var aflað nauðsynja en milli 3 og 4 á sunnudegi var lítið af
veitingahúsum með mat. Svo við fórum niður á N16 – þar hlytu að vera
veitingahús. Eftir 15-20 km akstur og ekki veitingahús í sjónmáli var farið að
þyngjast í Siggu svo ekki sé nú talað um Garminn sem var sífellt að endurreikna
leiðina. Í Glenfarn fundum við hús og snæddum þennan líka ágæta málsverð. Allir
orðnir sársvangir og minntu móttökurnar mig á tiltekið veitingahús í Hexham
þegar við leituðum þangað hungurmorða
fjölskyldan í júlí 2003. Þeir vita hvað ég á við sem þekkja þá sögu.
Þegar heim var komið var slakað á í sól og hita sem hefur reyndað ráðið ríkjum að undanförnu, - alla vega Magga til mikillar gleði!
Þegar heim var komið var slakað á í sól og hita sem hefur reyndað ráðið ríkjum að undanförnu, - alla vega Magga til mikillar gleði!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli