18.7.13

Blueberry Cottages!


Blueberry Cottages er sumarhús eða raunar heilsárshús sem rekið er af konu sem heitir Silie. Silie þessi á tík, Nala heitir hún, og er afar vinaleg en svolítið ágeng og sníkin.

Hún er líka með hesta, smáhesta frá Shetlandi sem éta brauð eins og í hungursneyð. Þetta er gamall bóndabær sem er búið að endurbyggja og er skipulagður þannig að að eru þrjú herbergi, hvert með tvíbreiðu rúmi og salerni/sturtu. Svo er stofa/eldhús með öllum græjum. Þetta stendur á hæð og þarna eru kindur í kring, hestar, mikil grænmetisrækt og fallegur blómagarður. Hún er fædd á Borneó, foreldrar hennar frá Norður Írlandi, var búsett víða en rak gallerý í Dublin í 30 ár. Hún keypti þessa jörð 2006 og er búin að endurbyggja þessi hús og annað til. Þetta er alveg til fyrirmyndar.


Og það er margt að gera þarna í kring. Laugardeginum eyddum við í Florence Court og ókum um Norður Írland, en landamærin liggja milli tveggja þorpa, Blacklion og Belcoo sem er eins og að draga landamæri um lækinn góða í Firðinum.
Florence Court minnti okkur Siggu á Wollaton Hall í Nottingham, afar glæsilegir garðar og Eva fékk heldur betur að hlaupa enda var hún orðin lúin og hægari í förum undir lokin!
 

Og hér má sjá hvernig kitlurnar í Evu voru á fullri ferð þegar hún hljóp til að láta (ekki?) ná sér! 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli