Þessi var í London reyndar og fjallar um netelti!
Í dag var farið í skólaheimsóknir. Við ókum frá Sliema sem leið liggur með ströndinni, oft fallegum baðströndum, að flóa Páls postula en hann mun hafa orðið skipreika og bjargaðist fyrir kraftaverk. Hann kristnaði þar með íbúa Möltu.


Þetta eru slagorðin skólans! (myndavélin biluð).


Næst var Mosta drengjaskólinn í Mosta en þar eru drengir frá
10 ára og upp í 15 ára. Hér var verið að sýna okkur að verið væri að þróa val
fyrir unglingadeildir sem tengdist starfsnámi. Skólanum á að breyta í blandaðan
skóla og hefst það ferli á næsta ári. Mótttökur góðar og aftur mjög mikill
metnaður og kraftur.

![]() |
Gagnvirkar töflur mjög víða |
Skólastjórinn sagði
mér að yfirstjórnina skipuðu fimm kennarar og var verkaskipting ekki ósvipuð og
hjá okkur í Flensborg. Kennararnira fara í þessi verkefni fulltime og var hann sá sjötti í hópnum. Um helmingur
nemenda var innflytjendur og aftur – kennt á ensku vegna aðstæðna.
Eftir smá kaffisnarl var farið í menntaskóla sem undibýr
fólk undir háskóla auk þess að vera með aðra valkosti fyrir þá sem illa gengur.
Aftur mjög flott en skólaímyndin alveg gríðarlega föst.
Og loks var farið í MCAST (Malta College of Arts, Sciences
and technology.) sem er verið að byggja upp. Þetta er 10.000 – já tíu þúsund
nemenda skóli með starfsnám svipað og IH eða TÍ en ak þess er verið að pota
honum upp á háskólastig með BS gráðum í vélafræði og fleiru. Aftur að kafna úr
metnaði og verulega þreyttur hópur sem komst á hótelið seint og um síðir.
Rafmagnsfræði - eins og ofar sátu nemendur í hring og horfðu á meistarann.
Myndin er úr tölvustofu og takið eftir krossinum yfir töflunni!
Lexía dagsins: Maltverjar eru svolítið vissir um að þeir séu
búnir að redda þessu brotthvarfsmáli. Þeir eru að gera fjöldamargt og þar sem
við komum geislaði allt af metnaði og krafti.
Svo sat ég í kvöld með skólastjóra frá Möltu og fékk hlið
átaka og spennu, óvissu og sannarlega hlið sem ég skildi vel.
Enn og aftur - þetta var svo hlaðinn dagur og fróðlegur!
Hugleiðing
Maltverjar eiga, segja þeir, sól, sand og meiri sól. Þá vantar vatn og orku. Í landinu voru tvö orkuver, olíuknúin og nú er eitt. Það á að stinga í samband við Evrópska orkunetið til að fá stabilla rafmagn en nú er. Þá vantar vatn. Vatnið neðanjarðar er uppsafnað regnvatn og verið að móta stefnu um notkun þess. Margir eru með tanka neðanjarðar.
Magnað.
Hugleiðing
Engin ummæli:
Skrifa ummæli