12.11.14

Malta - gamaldags og notaleg

Það er alltaf spennandi að leggja í ferðalag og þegar maður stefnir á nýja staði þá er fiðringurinn meiri. Ég fer ekki utan samferða Siggu heldur með Siggu sem er starfsmaður borgarinnar og vinnur með m.a. brottfall í tíundabekk.
Flugið gekk vel og þegar maður gekk upp rampinn á Heathrow fékk maður smá heimkomutilfinningu. Samferðafólk mitt vildi fara í búðir smá stund svo við fórum til Hounslow. Ég skellti mér á The Bell og fékk mér bitter............mmmmmmmmm................
Svo þvældist ég um Hounslow og keypti eitthvað af lista Siggu minnar. Dagurinn leið og þegar kvöldaði var Heathrow aftur vettvangurinn og nú fjórði terminalinn. Hann er svakalega fallegur og vel skipulagður.
Um borð og af stað – vélinn fór frá flugstöðinni 5-10 mín of snemma – allir komnir – sæti þröng, þjónusta góð, svolítið Icelandair 1990 (skringilegur heitur flugvélamatur í álformum). Sessunauturinn mér til vinstri var skrafhreyfinn Ítali (Napólí), starfandi í Bretlandi (London) þar sem hann rekur hótel en geymir familíuna á Möltu. Ég fékk langa yfirferð um vandann frá Brussell, sögu Íalíu sem er móðir allrar menningar, vaxandi getu karlaliðsins í knattspyrnu og meðvitaður um árangur kvennaliðsins (en margar þeirra hafa verið í besta skóla landsins).
Samferðakona mín svaf vel og mig langaði oft en kunni ekki vði að sýna manninum dónaskap ef ég kæmist hjá því. Þegar allt kemur til alls þá kemur lagið við Amma Húlar frá Napólí. Skyldu Napólíbúar kunna eitthvert íslenskt lag?
Það var hlýtt þegar við komumst út úr vélinni og hnén mín fegin að missa sambandið við sætisbakið fyrir framan mig. Ungur maður tók á móti okkur og ók okkur um brattar og holóttar götur á bíl sem var með fasta dempara og líklega engin demparagúmmí. Hann hjó svolítið en vandaði sig afskaplega.
Herbergi 204 er ok. Aftur svolítið breskt 1990 en snoturt. Myndirnar eru pínulítið fallegri... Húsin í götunni virka lotleg og höfnin er greinilega hér rétt við.
Ætlaði aldrei að sofna en einhvern tíma gerðist það því síminn vakti mig. Úti sól og blíða, falleg höfn.
Kem að ráðstefnunni á eftir. Nágrenni hótelsins er spes. Hér virðist allt frekar lúið. Bilið mikið. Embættismenn í jakkalakkafötum. Við erum í borgarhluta sem heitir Sliema og er við vog. Þar út liggur túristaskipið Captain Morgan og blár bátastrætó sem auglýsir The Point sem er Kringla.
Maltverjar eru eyjabúar og fámenn þjóð með eigið mál. Þeir búa í fjöllóttu smáríki sem er um 320 ferkílómetrar að flatarmáli (Ísland er um 100 þús. ferkm.) en íbúarnir eru liðlega 400 þús.
Þéttbýlasta ríki Evrópu sagði sessunauturinn í gær.
Ég hef verið svolítiði á rölti í kaffi- og matartíma og Sliema er alla vega þröngar götur og kósýheit. Hlakka til að skoða meira.
Maltverjar virðast stoltir af eyjunni sinni og þjóðerni. Þeir eru viðkvæmir fyrir athugasemdum. Í dag var afskaplega flottur fyrirlesari sem heitir Joanne Grima. Það leiftraði augnaráðið þegar hún lýsti flottu verkefni. Í lokin var spjallað enda var erindið gefandi og hvetjandi en ekki svæfandi. Ég lýsti því m.a. að mér finnist svolítið horft á það að þeir sem "ekki geti lært á bókina" ættu að fara í starfs- eða verknám og að þetta væri trenda í Evrópu.
Næsti fyrirlesari vildi aldeilis leiðrétta þetta og horfði á mig þungum augum meðan hann leiðrétti þetta. á meðan misstu nær allir áhugann á erindinu og menntafólk frá 20 löndum varð eins og ókyrr nemendahópur.
Meira síðar

Værvarsel for Sliema (Malta): I dag, onsdag 12.11.2014 kl. 16–19  20° léttskýjað  kl 19–01     20° heiður himinn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli