12.11.17

Áfram ævintýr

Ekki minnkar þetta ævintýri.
Í morgun fórm við af stað eftir góðan nætursvefn og fengum okku árbít. Alveg ágætur nema þjónustan er svolítið steikt eins og sumir myndu segja.
Þar hittum við Einar sem er bróðir Péturs hennar Lindu og Eyrúnu sem er frænka þeirra bræðr. Þau voru búin að vera á ferðalagi um Indland í um hálfan mánuð.

Einar slóst í för með okkur ÁSM en Eyrún fór með Lindu (MOB = Mother of the Bride) og Önnu Margréti (AM) í naglaverkun.
Við fengum sama bílstjóra og í gær og hann fór fyrst með okkur í langan ökutúr og sýndi okkur eitt og annað á leiðinni. T.d. var mikill hátíðisdagur meðal Sik-fólks og sást tilstandið víða.
En ferðinni var heitið til Gandhi Smitri sem er minningasafn um þann merka mann. Það sem eygur áhrif staðarins er að þarna bjó hann og þarna var hann myrtur. Þetta safn er yfirþyrmandi minning um þennan mikla anda (Mahatma = mikli andi). Þarna er ævi hans rakin, allt frá því hann fer til Bretlands í nám, var lögmaður í Suður Afríku og svo vitaskuld starf hans eftir að hann snéri aftur til Indlands.
Þarna er ólýsanlega mikil kyrrð þegar við komum, ef frá er talinn eltingaleikur varðanna við apaketti (sem sagt apa - ekki óþekktarorma). Svo fylltist garðurinn af fólki þegar við vorum að fara. Þarna eru minjagripir um ævi hans, tilvitnanir í bréf hans og ritgerðir og allskonar myndir og uppstillingar.
Nú kemur myndasyrpa en textinn heldur svo áfram.
Þrír miklir andar, Gandhi, King og Mandela.

Spunatæki Gandhi
Þó mig langi til að rekja ævi Gandhi skref fyrir skref þá stilli ég mig. Hann hét Mohandas Kamacharand Gandhi en þjóðin nefndi hann Mahatma sem merkir mikli andi.
Sporin marka síðustu gönguleið Gandi.

30/1/1948 hafði hópur fólks safnast saman til að íhuga og biðja með Gandhi. Á meðal þeirra leyndist morðingi sem skaut Gandhi þremur eða fjórum skotum.

Næstu myndir þarfnast vart skýringa.



Svefnaðstaða mikilmennis


Myndasaga um ævi Gandhi.
Þarna er að finna skjöld alsettan fánum heimsins og Ísland er:


 
Maður fer af þessu safni vel áskynja um þennan mann, eilítið hógværari og eiginlega ofhlaðin tilfinningum.
Seinni partur þessa dags á morgun.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli