12.11.17

áfram ævintýr 2

Eftir að við fórum í Gandhi Smritri þá var stefnt á markað sem heitir Dilli Haat. Bílstjórinn fór fyrst með okkur í smá túr um það sem eiginlega mætti kalla háborg Dehli, hina Nýju Dehli sem reist var að loknum átökunum sem leiddu til klofnings Indlands í Austur (nú Bangla Desh) og Vestur (nú Pakistan) Pakistan. Þarna er aðsetur forsetans, þinghúsið er þarna og svo framvegis. Þokan gerði það að verkum að myndataka var ekki spennandi.
 
Bílstjórinn fór fyrst með okkur í einhverja stórverslun þar sem til var ALLT indverskt fyrir stórfé. Að auki voru sölumenn svo ágengir að þeir eltu mann gjörsamlega og maður gat ekkert skoðað í næði. Sigga mín veit hvernig ég verð. Fljótlega var ég búinn að fá nóg.
Við ítrekuðum beiðnina við bílstjórann og nú fór hann í Dehli Haat og fullyrti að þetta væri rétta búðin. Ég sagði nei. Hann sagði að hún væri jafn góð og ég sagði mér er sama. Gjöra svo vel að fara með okkur þangað sem við viljum. Hann lagði til að við kíktum inn. Ég fór í hurðina og sá sölumannaherinn sópast að eins og hýenur að bráð. Ég snéri við og sagðist vilja fara þangað sem ég hefði beðið um. Ég gæti pantað annan bíl.
Ekki málið sör. bara upp í bílinn og ég fer með ykkur á heimsenda ef það er það sem þú vilt!
þessi markaður var skemmtilegur útimarkaður. Inn á hann er selt og kostar miðinn 30 rúpíur fyrir fullorðna, 20 fyrir börn en 100 fyrir útlendinga sem eru líklega hvorugt.
Þarna var allskonar handverk og fjör og gerðu sumir bara góð kaup.
Svo var farið upp á hótel og nú bar vel í veiði því bæði fundum við þar brúðina (AM) to be og the MOB auk fleiri gesta. Eitthvað var kíkt í bjórglas, mikið var spjallað og hlegið.
 
 
 
 
 
 Svo var farið að snæða og feginn vorum við í dagslok enda skrokkurinn þreyttur og kollurinn þurfti að vinna úr reynslu dagsins.
 
Ýmislegt sem úr kolli kemur.
Það er þrælsnjallt að semja við taxí kallana um fast verð fyrir daginn. Það kostar meira per ferð en maður gengur að þeim vísum. Þessir tveir sem við vorum með í dag eru frábærir.
þessir gæjar eru hins vegar óborganlegir ökuníðingar eins og nánast allir sem undir stýri sitja í Dehli alla vega. Sjá hér
 
Göturnar eru svona og svona en merkilegast er hvernig allt lagar sig að umhverfinu. Í vegakantinum eru stór tré og ef þau ganga inn á götuna þá kemur bara smá hlykkur á götuna. Sama gilfir um fólkið sem krossar götuna, kýrnar og svo framvegis. Maður sér alveg svona (eða svipað):
 
og loks þokan.
Myndir hér að neðan eru úr vefmyndavél fulgvélainnar í lendingu í Dehli.

 
Kveðja
 
 
 
 

 

2 ummæli:

  1. Ekkert smá gaman að fylgjast með ... er spennt á refresh í hvert sinn sem ég kemst í tölvu :)
    Góða skemmtun áfram
    Kv. Helga Dröfn

    SvaraEyða
  2. Geggjað að lesa
    Sandra

    SvaraEyða