21.11.17

Dubai, Do buy, Dúbídú

Dubai er borg í Sameinuðu arabísku furstadæminu. Hér býr eitthvað á fjórðu milljón og er um þriðjungur búsettur hér tímabundið. Mér skilst að annað eins sé aðkomufólk sem býr hér varanlega.

Það er geggjað hvað þessi borg er geggjuð. Sjáðu t.d. turninn lengst til vinstri!

Fyrir mann sem er búinn að horfa á fátækt og nægjusemi heillar þjóðar, óhreinindi, mengun og allt upp í ofurvelsæld þá er undarlegt að horfa á aðflugið að Dubai, fara um flugstöðina, vera ekið í Lexus leigubíl frá UBER og sjá ekkert nema breiðstræti, turna og aftur turna og ef maður snýr sér við þá eru fleiri turnar og margir í byggingu.


Hér er ekkert skítugt nema við af Delhiþoku. Herbergin okkar eru margra herbergja svítur sem myndi hýsa tugi íbúa Delhi.

Dubai er nýleg borg og líklega keppast menn um, svona eins og auðmenn Bologna, um þar hver eigi nú stærsta...

 

 

turninn!
 
Við öndum að okkur fersku lofti, hér er hlýtt og engin þoka, allt annað andrúmsloft í þessu Mekka velmegunarinnar.
Bjór? Hann fæst í Belgíu, ekki hér...



Báturinn heitir Ali Baba - fór hann á sjó?

 
 Dubaibúar eru stoltir af borginni sinni og hér er allt gert. Hér er Legoland og hvaða annað skemmtigarðakyns. Við ætlum í gamla bæinn á morgun, fórum marínuna í kvöld og svo er spurning um Burj kalifa. Sjáum til.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli