19.11.17

Farið frá Delhi til Agra




Jæja. Nú er þessi langa ferð meira en hálfnuð. Ótrúlegt.
Ég ætla að gera smá samantekt, hvenær sem það gerist en það er úr ótrúlega miklu að vinna.
Engu að síður. Á slaginu kl. 8,55 kom maður í anddyrið og spurði hvort ég væri Mister Ásta Magnúsdóttir, hann væri Mister Singh.
Við leiðréttum þennan misskilning og fórum af stað í mikla ferð um Delhi undir leiðsögn Mister Singh og Mister DK undir stýri.
Við hófum leik við Qutb minar en  þar fórum við líka fyrr. Nú fengum við miklu skýrari mynd af staðnum og dæmisögur í hrönnum.
 
Meistararnir sem byggðu í Qtub endurnýttu gamalt Hindúahof en urðu m.a. að má burtu mannsmyndir þannig að hér tapaði einhver Hindúaguð einkennum sínum.
 Þoka að minnka

þetta er óryðguð járnsúla árhundraða gömul. Óryðguð vegna hreinleika járnsins
 Hér má sjá endurnýtta Hindúasúlu en þarna voru engin andlit....

 
Þaðan var farið í Lótushof Bahaía. Það er gríðarstórt hús, minnir á Óperuhúsið í Sidney, og þó, hvítt og byggt úr einskonar blómblöðun.



Þetta er einskonar Pantheon eða hús allra trúarhópa. Þangað flykkjast ferðamenn, einar 11 milljónir á ári. Merkilegt nokk þá er hofið látlaust að innan og gaman að koma þangað.

Næst var það gröf Humayuns. Humayun þessi var mógúll á 16. öld. Aðeins að útskýra. Þeir eru kallaðir Mughals á indverskum tungum enda komu þeir frá Mongólíu og Mughal er hindíska nafn á Mongólíu.
Þetta er gríðarstór og fallegur garður þar sem gröfin er fyrir miðju í húsi sem er hlaðið islömskum og hindiskum táknum. Þannig er sex odda stjarnan þarna sem er í hindí talin tákn lífsins (annar þríhyrningurinn táknar karl og hinn konu) og lótusblómið í miðjunni táknar lífiðþ
 Verið er að vinna í rannsóknum og endurgerð garðsins og húsanna.
 Þessir voru að leita lúsa sem minnir á sögu írskra múnka sem sögðu svo bjart að sumarlagi á Thule (líkl. Íslandi) að hægt væri að leita lúsa að nóttu til se að degi væri!
 Þessi gat orðiðð pirruð þegar hún var kölluð madam eða þegar fólk taldi hana vera Miss Magnús Þorkelsson og mig Mr. Ásta Magnúsdóttir af því að margt var bókað á hennar nafni. En það var gaman að ferðast með henni.

Að baki þessu öllu var mikil saga sem verður rakin síðar.
Við svo búið var nauðsyn að fara í Emphorium (handverksmarkað) og virðist sem leiðsögumönnum sé upp á lagt að gera slíkt.
Loks var ekið að Indverska hliðinu sem Bretar létu byggja á þar síðustu öld sem og stjórnarhúsum landsins. Eftir þetta var farið og snætt á Lutvyens veitingastaðnum. Ekki nota hann nema í neyð.
Hér kvöddum við Mr. Singh en DK fór af stað með okkur til Agra.
Þriggja tíma flautakstur (okkar maður flautar reyndar sárasjaldan) og fylgdu menn allaveganna grófusu viðmiðum hraðbrautaaksturs. Þar voru reiðhjól og hestvagnar og gangandi fólk. Sumir - flestir fóru í rétta átt miðað við akbraut en ekki allir.
Þokan sem hafði elt okkur í Delhi og orðið minni dag frá degi þykknaði eftir því sem við nálguðumst Agra. Leiðsögumenn okkar hafa hamast við að segja okkur að þetta sé einfaldlega árstíðin.
Við komum inn í Agra undir rökkur og ókum með fram kunnuglegum sölubásum og fátækt.
Bílstjóranum tókst raunar að ruglast á hótelum og stefndi í nokkur átök uns þær á Sheraton ráku augun í hótelnafnið og sendi okkur á Clarcks Siraz.
Þar var vel tekið á móti okkur og hótelið í alla staði hið besta.
 
Tvær úr vígslunni - ég í dressinu og Linda og sú neðri af altari hofsins


 
Held að þetta sé fjármálaráðuneytið... Einn leiðsögumaðurinn sagði: ,,The maharasji had lots of power and lots of money and the people had no money. Now we don't have Maharasji but Demorasji (Democracy) and we still have no money!"

 
Og hér er vídeósvipmynd án frekari orða.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli