15.11.17

slakað á? Not sure!

Í dag ætla ég að slaka.
Held ég.
Eftir morgunmat (vaknaði kl. 930) hófst Mehendi. Þar bauðst konunm að fá teiknað á sig hefðbundin myndform. Það er ótrúlegt að fylgjast með handbragði drengjanna sem teikna. Þeir spóla út, fríhendis, flóknum mynstrum að því er virðist eins og ekkert sé. Og hérna hinum megin við gluggann er hópur kvenna sem sitja eða standa með fingurna strekkta og mega ekkert gera í tvo tíma. Þá er  auka hennað skafið burtu og eftir situ brúnleitt mynstur sem dökknar (því dekkri sem húðin - því dekkra mynstrið) uns það eyðist burtu.









 

 Seint síðdegis var svo önnur athöfn .



Það er búið að vera gaman að hitta ættlegginn frá Kanada. Linda og Pétur eru náttúrulega glaðlynd að vanda, en af systkinum Lindu eru mættar Margaret og maðurinn hennar hann Tom, Ron og konan hans hún Barbara og Joice með dóttur sína Beth.
Á morgun er svo hjónavígsla í Sikha hofi - Gurduwara - og ég á að vera með túrban.
Dont forget to tune in!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli