15.11.17

Hér kunna menn að halda brúðkaup

Aðeins fyrst.
Við fórum af stað um kl 1030 og Rajindar, einkabílstjórinn okkar, fór með okkur sem leið lá beint á Þjóðminjasafnið. Mig langaði og langaði ekki en það sem togaði mest var að í menntaskóla (ef ég man rétt frekar en í Nottingham) hafði ég skrifað ritgerð um Indus menninguna sem kölluð er einu nafni.
Hann lagði við safnið og við gengum fram hjá vopnuðum hermanni. Venjulega eru þetta óvopnaðir öryggisverðir. Taskan í skáp, gjald fyrir útlenda 650 rúpíur (heimamenn mun miklu lægra). Við fengum innifalinn Hljóðleiðsögumann (Audioguide).
Safnið er afar hefðbundið en glæsilegt og metnaður mikill.
Ég lá í elsta hluta safnsins þar em mestan áhuga minn vöktu munir frá tímum Harrappa menningarinnnar. T.d. litla myndin af dansaranum sem er rétt liðlega 10 sm á hæð, pínulitlar leirskálar, innan við 5 sm í þvermál og fleira. Það segir sig sjálft að safn sem nær yfir sjö þúsund ára menningu er yfirgripsmikið og flókið. Það væri hægt að skrifa um það langt mál en ég læt myndirnar tala.






Hér sést stærðin m.v. vísifingur ÁSM


Svo er líka risastórt fílabeinshús - en það er nýrra!
 
 
Þaðan fórum við í Connaught Place sem er fjármála- og verslunarhverfi. Það var byggt af Bretum snemma á 20. öld og er kennt við Hertogann af Connaught sem vafalaust var með puttana í spilinu, frændi konungs. Það er byggt í blokkum sem heita frá A til Ö (eða eitthvað svoleiðis) og þarna eru veitingastaðir, smáverslanir, stórverslanir (H&M, Marks &Spencer). Það er gaman að rölta þarna en bílstjórinn sagði við okkur að gæta okkar á mönnum sem vildu sýna okkur eitthvað eða fylgja okkur.

Viti menn - það var nóg af þeim. Sá skæðasti var inni á matsölustað sem við borðuðum á og við töldum starfsmann þar. Hann var ótrúlega spurull, vinalegur og mig langaði að segjahonum að f**** sér. Þegar við vorum búin að settla reikninginn þá fygdi hann okkur út og vildi fylgja okkur íeitthvert mall. Og nú fóru leikar að þyngjast. Við sögðumst eiga að mæta í bílinn eftir fimm mínútur og yrðum að láta búðirnar bíða. Hann linnti ekki látunum en vð snérum við og hann gafst upp.
það sem var krípí var að hann elti okkur að bílnum en úr fjarlægð.
Alls voru uppundir tíu gæjar sem vildu segja okkur frá þessu malli, þeir hefðu ekkert að græða, væru bara í mat og vildu forða okkur frá blekkjurum...
Nú var farið í Nehru háskólann og ekið þar um háskólasvæðið.
Skólann, The Jawaharlal Nehru University, JNU, stofnaði, Indira Gandhi, árið 1969 og gaf skólanum þetta nafn til minningar um föður hennar, Jawaharlal Nehru, fyrsta forsætisráðherra Indlands og samstarfsmanns Gandhi. tilgangurinn var að stofna skóla sem þjónaði sérlega nemendum frá því sem þá voru kölluð þriðja heims eða þróunarlönd. Það hefur hann gert og telst í hópi 200 bestu háskóla í heiminum.

Háskólalóðin er um 4-5 km2, viði vaxin og maður sér ekki mikið en mér fannst gaman að koma í þennan skóla enda hefur hann mikilvægu hlutverki að gegna.

Við komum við á handverksmarkaði á leiðinni. Rajindar heldur líklega að við verslum ekki nóg. Batnaði nú lítið en aðeins!

Nú var farið á hótelið og tími til kominn að gera sig kláran.
Hér var allt orðið glæsilega skreytt og tilbúið. Salurinn, The Emperors court orðinn aldeilis flottur og allt greinilega tilbúið. Við fórum í salinn og þar voru bornir í okkur drykkir, smáréttir og smáréttir og drykkir. Skyndilega gaf móðir brúðarinnar merki og við, ættingjarnir, áttum að fylgja henni. VIð fengum hvert sinn pakkann og gengum í glæsilegri (segi og skrifa) próssessíu eða skrúðgöngu á eftir hjónaefnunúm í salinn og hófst nú dynjandi músík og dans þar sem skartklæddir herramenn fylgdu okkur í salinn og þar stigu menn mikinn dans með dansmey.jum og m.a. gekk mikið ljósaker milli kvennanna í salnum. Síðan stýrði Joice frænka mín frá Winnipeg Sand athöfninni en þar tíðkast að hjónaefnin helli í skál, fyrst lagskipt en svo saman. Lagskiptin tákna fortíð þeirra en lokaspretturinn sameiningu þeirra.
Í þessu tilfelli voru sandglösin fjögur. Það var hvítur sandur frá Indlandi, grár sandur frá Svíþjóð þar sem þau búa, dökkur sandur frá Winnipeg og svartur hraunsandur frá Íslandi. Skiptust foreldrarnir og hjónaefnin á að hella í skálina og saman að lokum. Mjög skemmtileg hugsun.

Svo valt þetta áfram með dansi og spili og myndatökum og mat og drykkjum og ég veit ekki hvað. Stór hluti íslenska hópsins var klæddur á indverskan veg, sérlega konurnar, sem voru margar í Sari. Ég sagðist verða nýlendulega klæddur en stefni á að vera klæddur að hætti heimamanna á fimmtudag.
þessi gríðarlega veisla var lituð af gleði og dansi og háværri músík og voru indverskir karlmenn oft fleiri á gólfinu en konur, - þess vegna einir!
Ég og ÁSM vorum dregin í dansinn og ekkert gefið eftir!
um kl. hálftvö þurfti ég að sinna einkaerindum á herberginu og fann þá að þetta  var orðið gott. Veit ekki hvenær ÁSM skilaði sér en það var enn partí í gangi undir kl 5.







Engin ummæli:

Skrifa ummæli