29.6.18

Fundað í Buda og vappað um Pest

Nú var komið að því að ráðstefnan sem ég var að fara á hæfist og nú skildu leiðir.
Sigga rölti fram og tilbaka um Pest á meðan MÞ sat ráðstefnuna.  Það er ákaflega skemmtilegt að rölta um borgina og um að gera að taka pásur af og til og horfa á mannlífið.
Ráðstefnan gekk vel og var afar fróðleg og uppbyggjandi.
Þegar leið að lokum eiginlegra fundarhalda þá ákvað ég að yfirgefa þennan afskaplega góða selskap og fór að leita að Siggu. Hana fann ég á stéttinni utan við hótelið okkar og eftir að ég var búinn að skipta í sparifötin, landsliðstreyjuna, þá fórum við á matstað sem okkur hafði svo sem litist vel á.
Við litum inn á veitingahús sem heitir Verne og fengum afar þægilegar móttökur. Aftur var maturinn óskyldur myndunum og þegar Sigga bað t.d. um sósu þá sagði þjónkan einfaldlega Nei.
Þjónn þarna nærri var liprari og sótti sósu.
Myndin er tekin á Verne.

Næst var farið á pöbb sem heitir The Pointer en þar mátti sjá knattspyrnuleiki kvöldsins, Ísland-Króatía og Argentína-Nígería. Segir ekki meira af því en mér fannst bæði tapliðin standa sig frábærlega og eins gott að Maradona kvaddi ekki þennan heim í leikslok.

Þar með var nú stuðið úr kvöldinu.
En það kemur dagur eftir þennan dag.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli